„Það verða keyptar vambir“

„Það verða keyptar vambir“

Í dag og á meðan sala á hráefnum til sláturgerðar stendur yfir verður hægt að kaupa vambir í tveimur verslunum hér á landi.

„Það verða keyptar vambir“

Sala á vömbum vegna sláturgerðar | 14. október 2014

Nem­end­ur í Hús­stjórn­ar­skól­an­um í Reykja­vík vinna með gervi­vambir.
Nem­end­ur í Hús­stjórn­ar­skól­an­um í Reykja­vík vinna með gervi­vambir. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Í dag og á meðan sala á hráefnum til sláturgerðar stendur yfir verður hægt að kaupa vambir í tveimur verslunum hér á landi.

Í dag og á meðan sala á hráefnum til sláturgerðar stendur yfir verður hægt að kaupa vambir í tveimur verslunum hér á landi.

SAH afurðir á Blönduósi hafa tekið að sér að fullverka vambir og selja í verslunum Krónunnar á Selfossi og Nóatúns í Austurveri. Þeir sem geta ekki hugsað sér sláturgerð án alvöruvamba geta því leitað þangað.

Mbl.is greindi frá því í síðustu viku að ekki væri hægt að fá vambir til sláturgerðar í verslunum eftir að Sláturfélag Suðurlands, SS, ákvað að selja ekki fullunnar vambir í verslanir í ár. Ástæðan er sú að SS sá ekki fram á að hægt væri að halda áfram vinnslu vambanna með tilliti til kostnaðar. Þeir sem ætluðu sér að taka slátur urðu því að notast við gervivambir, eða svokallaða prótínkeppi.

Þarf ekki að hætta að taka slátur

Ásthildur Skjaldardóttir, bóndi á Bakka á Kjalarnesi, fagnar ákvörðun SAH afurða að selja vambir í verslanir en hún hugðist ekki taka slátur í ár ef ekki væri hægt að notast við fullunnar vambir líkt og áður. Hefði það verið í fyrsta skipti sem Ásthildur tæki ekki slátur í 38 ár en hún lærði handtökin þegar hún hóf búskap og hefur hefðin farið áfram milli kynslóða í fjölskyldunni.

„Ég er alveg óskaplega glöð með þetta, alveg himinlifandi. Það verða keyptar vambir í dag og síðan verður smalað saman fjölskyldunni í byrjun nóvember í sláturgerð,“ segir Ásthildur sem þarf ekki að hætta að taka slátur í ár.

Fjöl­skyld­a Ásthildar hefur tekið slát­ur á hverju ári og hitt­ist reglu­lega yfir vet­ur­inn og borðar afrakst­ur­inn sam­an. Ekki er útlit fyrir að hefðin breytist fyrir Ásthildi eða aðra sem geta ekki hugsað sér sláturgerð án fullunninna vamba þetta árið.

Fréttir mbl.is um málið:

Hefja sölu á vömbum á morgun

Hætt að taka slátur eftir 38 ár

Ekki lengur hægt að kaupa vambir

Ósáttar við skort á vömbum

mbl.is