Rannveig áfram í stjórn HB Granda

Rannveig áfram í stjórn HB Granda

Rannveig Rist mun áfram sitja í stjórn útgerðarfélagsins HB Granda og telur stjórn félagsins að ekki sé tilefni til sérstakra viðbragða heldur ítrekar að hún beri fullt traust til Rannveigar.

Rannveig áfram í stjórn HB Granda

Rannsókn á falli sparisjóðanna | 15. október 2014

Rannveig Rist
Rannveig Rist Eggert Jóhannesson

Rannveig Rist mun áfram sitja í stjórn útgerðarfélagsins HB Granda og telur stjórn félagsins að ekki sé tilefni til sérstakra viðbragða heldur ítrekar að hún beri fullt traust til Rannveigar.

Rannveig Rist mun áfram sitja í stjórn útgerðarfélagsins HB Granda og telur stjórn félagsins að ekki sé tilefni til sérstakra viðbragða heldur ítrekar að hún beri fullt traust til Rannveigar.

Sér­stak­ur sak­sókn­ari gaf í síðustu viku út ákæru á hendur fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóra og fjórum fyrr­ver­andi stjórn­ar­mönnum SPRON fyr­ir umboðssvik og er Rann­veig Rist er á meðal ákærðuRannveig tilkynnti stjórn HB Granda um ákæruna þar á eftir en samkvæmt hlutafélagalögum þyrfti Rann­veig að víkja úr stjórninni yrði hún sak­felld í mál­inu

„Vegna framkominnar ákæru á hendur Rannveigu Rist telur stjórn HB Granda hf. ekki ástæðu til að gera athugasemdir við áframhaldandi stjórnarstörf hennar fyrir félagið. Nýtur Rannveig fulls trausts stjórnarinnar,“ segir í tilkynningu stjórnarinnar. „Meginregla íslensks réttarfars er að hver maður skuli teljast saklaus þar til sekt hans sé sönnuð og það mat er í höndum dómstóla.“

Málið var þingfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag og mætti Rann­veig ekki við þing­fest­ing­una og tók því ekki af­stöðu til ákær­unn­ar. Mar­grét Guðmunds­dótt­ir, Ari Berg­mann Ein­ars­son og Guðmund­ur Örn Hauks­son neituðu sök við þingfestingu en Rann­veig og Jó­hann Ásgeir Bald­urs voru ekki viðstödd.

Sér­stak­ur sak­sókn­ari ákærði Guðmund, Ara, Jó­hann, Mar­gréti og Rann­veigu fyr­ir að hafa, sem for­stjóri eða stjórn­ar­menn í Spari­sjóði Reykja­vík­ur og ná­grenn­is, mis­notað aðstöðu sína hjá spari­sjóðnum og stefnt fé hans veru­lega í hættu, með því að fara út fyr­ir heim­ild­ir til lán­veit­inga þegar fé­lagið lánaði Ex­ista tveggja millj­arða lán, án trygg­inga.

mbl.is