Rannveig Rist mun áfram sitja í stjórn útgerðarfélagsins HB Granda og telur stjórn félagsins að ekki sé tilefni til sérstakra viðbragða heldur ítrekar að hún beri fullt traust til Rannveigar.
Rannveig Rist mun áfram sitja í stjórn útgerðarfélagsins HB Granda og telur stjórn félagsins að ekki sé tilefni til sérstakra viðbragða heldur ítrekar að hún beri fullt traust til Rannveigar.
Rannveig Rist mun áfram sitja í stjórn útgerðarfélagsins HB Granda og telur stjórn félagsins að ekki sé tilefni til sérstakra viðbragða heldur ítrekar að hún beri fullt traust til Rannveigar.
Sérstakur saksóknari gaf í síðustu viku út ákæru á hendur fyrrverandi sparisjóðsstjóra og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum SPRON fyrir umboðssvik og er Rannveig Rist er á meðal ákærðu. Rannveig tilkynnti stjórn HB Granda um ákæruna þar á eftir en samkvæmt hlutafélagalögum þyrfti Rannveig að víkja úr stjórninni yrði hún sakfelld í málinu
„Vegna framkominnar ákæru á hendur Rannveigu Rist telur stjórn HB Granda hf. ekki ástæðu til að gera athugasemdir við áframhaldandi stjórnarstörf hennar fyrir félagið. Nýtur Rannveig fulls trausts stjórnarinnar,“ segir í tilkynningu stjórnarinnar. „Meginregla íslensks réttarfars er að hver maður skuli teljast saklaus þar til sekt hans sé sönnuð og það mat er í höndum dómstóla.“
Málið var þingfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag og mætti Rannveig ekki við þingfestinguna og tók því ekki afstöðu til ákærunnar. Margrét Guðmundsdóttir, Ari Bergmann Einarsson og Guðmundur Örn Hauksson neituðu sök við þingfestingu en Rannveig og Jóhann Ásgeir Baldurs voru ekki viðstödd.
Sérstakur saksóknari ákærði Guðmund, Ara, Jóhann, Margréti og Rannveigu fyrir að hafa, sem forstjóri eða stjórnarmenn í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, misnotað aðstöðu sína hjá sparisjóðnum og stefnt fé hans verulega í hættu, með því að fara út fyrir heimildir til lánveitinga þegar félagið lánaði Exista tveggja milljarða lán, án trygginga.