Nýtt gistiskýli opnað á mánudaginn

Utangarðs á Íslandi | 24. október 2014

Nýtt gistiskýli opnað á mánudaginn

Nýja gistiskýlið á Lindargötu 48 var kynnt fjölmiðlum í dag. Starfsemi gistiskýlisins í Farsóttarhúsinu við Þingholtsstræti mun flytja í húsnæðið á mánudaginn. 

Nýtt gistiskýli opnað á mánudaginn

Utangarðs á Íslandi | 24. október 2014

S. Björn Blöndal í matsal nýja gistiskýlisins.
S. Björn Blöndal í matsal nýja gistiskýlisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýja gistiskýlið á Lindargötu 48 var kynnt fjölmiðlum í dag. Starfsemi gistiskýlisins í Farsóttarhúsinu við Þingholtsstræti mun flytja í húsnæðið á mánudaginn. 

Nýja gistiskýlið á Lindargötu 48 var kynnt fjölmiðlum í dag. Starfsemi gistiskýlisins í Farsóttarhúsinu við Þingholtsstræti mun flytja í húsnæðið á mánudaginn. 

„Á flutn­inga­degi munu karl­arn­ir fara út að morgni í Þing­holts­stræti og svo inn á Lind­ar­göt­unni um kvöldið.“ segir Sig­trygg­ur Jóns­son, framkvæmdastjóri þjón­ustumiðstöðvar Miðborg­ar og Hlíða.

Nokkur fjöldi yfirmanna úr borgarkerfinu var viðstaddur kynninguna, þeirra á meðal Dagur B. Eggertsson, S. Björn Blöndal, Heiða Kristín Helgadóttir og Stefán Eiríksson.

Hýsir jafnmarga og Farsóttarhúsið

Gisti­skýlið á Lind­ar­götu 48 mun hýsa jafn­marga og Far­sótt­ar­húsið í Þing­holts­stræti, tutt­ugu manns. „Mun­ur­inn er samt sá að rýmið leyf­ir und­anþágur. Ef það koma fleiri en tutt­ugu get­um við tekið við þeim. Eng­um verður vísað frá,“ sagði Sig­trygg­ur um gisti­skýlið við Lind­ar­götu í samtali við mbl.is í lok septembermánaðar.

Gistiskýlið hefur rými fyrir 20 manns, jafnmarga og gistiskýlið í Þingholtsstræti, sem verður lokað. Þó verður heimilt að hýsa fleiri á Lindargötu gerist þess þörf.

Nýja húsnæðið er allt mun rýmrar en húsnæðið við Þingholtsstræti. Húsið er á þremur hæðum; á fyrstu tveimur eru svefnherbergi og salernisaðstaða, en á þriðju er stór og rúmgóður matsalur og setustofa, með útsýni til norðurs.

Mikið áhugamál Jóns Gnarr

„Það er gaman að sjá hvað það eru margir komnir hérna. Við höfuðm hvorki hugsað þetta sem veislu eða blaðamannafund heldur bara að gefa fólki kost á því að sjá húsnæðið áður en það verður flutt inn í það,“ segir Dagur B. Eggertsson.

„Starfsemin er þess eðlis að við erum ekki að beina fjölmiðlum á að mynda hér þegar hún er komin á fullt. Ég vil þó þakka öllum þeim sem hafa komið að þessari framkvæmd fyrir sitt framlag. Það er ekkert leyndarmál að málefni utangarðsfólks voru mikið áhugamál forvera míns í starfi, Jóns Gnarr. Gistiskýlið er kannski svona áberandi andlit þessa málaflokks.“

Dagur benti einnig á að fjöldi fólks starfaði við málaflokkinn, svo sem borgarverðir og fleiri sem koma að þessum málefnum til að koma þeim sem hægt er í uppbyggilegan farveg. „Það að vera utangarðs þýðir að þú ert gjarnan með mikil heilbrigðis- og félagsleg vandamál. Þetta er mjög mikilvægur málaflokkur fólks og einstaklinga sem oft eru á jaðrinum.“ 

Byggingarreglugerðir hleypa upp kostnaði

Sigtryggur Jónsson segir að nýja húsnæðið sé að flestu leyti betra en það gamla. Byggingarreglugerðir hafi hins vegar hleypt upp kostnaði við bygginguna. „Það er öðruvísi hér á landi en víða erlendis.“

Húsnæðið þykir hins vegar mjög vel staðsett, bæði innan hverfisins og með tilliti til fjarlægðar frá miðborginni.

„Engum verður vísað frá“

Dagur B. Eggertsson og Sigtryggur Jónsson.
Dagur B. Eggertsson og Sigtryggur Jónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Tryggvi Magnússon, umsjónarmaður gistiskýlisins.
Tryggvi Magnússon, umsjónarmaður gistiskýlisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is