Hafþór Júlíus í James Bond?

Game of Thrones | 27. október 2014

Hafþór Júlíus í James Bond?

Hafþór Júlíus Björnsson á í viðræðum um að taka að sér hlutverk illmennisins Hinx í 24. kvikmyndinni um James Bond.

Hafþór Júlíus í James Bond?

Game of Thrones | 27. október 2014

Hafþór tók sjálfu á IGN ráðstefnunni með æstum aðdáendum.
Hafþór tók sjálfu á IGN ráðstefnunni með æstum aðdáendum. Ljósmynd/ Hafþór Júlíus Björnsson

Hafþór Júlíus Björnsson á í viðræðum um að taka að sér hlutverk illmennisins Hinx í 24. kvikmyndinni um James Bond.

Hafþór Júlíus Björnsson á í viðræðum um að taka að sér hlutverk illmennisins Hinx í 24. kvikmyndinni um James Bond.

Sölvi Fannar Viðarsson, umboðsmaður Hafþórs, staðfestir þessar fréttir. Hann segir að hlutverkið yrði það stærsta sem Íslendingur hefur fengið og að niðurstöðu sé að vænta á allra næstu dögum. „Hann er meðal þeirra sem þau vilja helst fá í hlutverkið en eðlilega eru margir um hituna þó mjög fáir séu eftir.“

Latino-review heldur raunar fram að þegar hafi verið ráðið í hlutverkið og að það hafi fallið í skaut Dave Bautista sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Drax The Destroyer í kvikmyndinni Guardians Of The Galaxy. Þær fregnir hafa þó ekki verið staðfestar.

Af Hafþóri er það annars að frétta að hann er staddur í Bahrain þar sem hann var heiðursgestur á IGN ráðstefnunni um poppkúltúr og tölvuleiki.

Sölvi segir Hafþór einnig hafa eytt sumrinu í tökur á Game of Thrones þar sem hann fer með hlutverk hrottans Fjallsins, Sir. Gregor Clegane, en þar sem þeir eru bundnir þagnareiði vill hann ekkert segja um framhaldið annað en að það sé afar spennandi.

mbl.is