Rúnar Ólason er 28 ára ogt starfar við tilboðsgerð hjá Loftorku í Borgarnesi. Hann er einn af þeim sem keppir í annarri seríu af Biggest Loser Ísland sem sýndir verða á Skjáeinum í janúar. Hann er 177 kíló.
Rúnar Ólason er 28 ára ogt starfar við tilboðsgerð hjá Loftorku í Borgarnesi. Hann er einn af þeim sem keppir í annarri seríu af Biggest Loser Ísland sem sýndir verða á Skjáeinum í janúar. Hann er 177 kíló.
Rúnar Ólason er 28 ára ogt starfar við tilboðsgerð hjá Loftorku í Borgarnesi. Hann er einn af þeim sem keppir í annarri seríu af Biggest Loser Ísland sem sýndir verða á Skjáeinum í janúar. Hann er 177 kíló.
Hefur þú alltaf verið svona þungur? Ég hef ekki alltaf verið svona þungur en hef hins vegar alltaf verið þyngri en flestir jafnaldrar mínir en ég fór ekki að þyngjast svona fyrr en eftir að ég fór í nýrnaskipti fyrir 14 árum síðan. Þá fór ég á lyf sem komu þessum snjóbolta af stað.
Hefur þú fundið fyrir fordómum vegna þyngdar þinnar? Ég hugsa að allir sem eru í svipuðum sporum og ég er í hafi fundið fyrir fordómum af einhverju tagi.
Hvað var erfiðast í Biggest Loser ferlinu? Það sem tók mest á í þessu fyrir mig var að horfast í augu við það hversu illa var komið fyrir manni og vinna úr því. Síðan er líka vert að minnast á að það tók verulega á að vera frá fjölskyldu og vinum.
Hvað viltu segja við þá sem þrá að léttast en komast ekki úr sporunum? Það mikilvægasta er einfaldlega að koma sér af stað og halda áfram. Ekki einblína á einhverja lokatölu sem virðist í órafjarlægð. Frekar setja þér mörg minni og raunhæf markmið og setja sér svo nýtt markmið þegar því er náð. Einnig er mikilvægt að skrifa markmiðin niður og hafa einhverstaðar sem þú sérð þau reglulega hvort sem það er uppi á vegg eða á baðherbergisspeglinum. Einnig dettur mér í hug tilvitnun efir Lao Tse „Þúsund mílna ferðalag hefst með einu skrefi“ en hún gagnaðist mér mikið þegar ég hef verið að mikla verkefnið fyrir mér og komið hausnum í lag.
Hefur þyngdin gert það að verkum að þú hefur ekki látið drauma þína rætast? Já þyngdin hefur svo sannarlega gert það. Oft hefur maður fengið hugmyndir sem mig hefur langað að framkvæma en misst kjarkinn vegna skort á sjálfstrausti sem rekja má til líkamlegs ástands.
Hvað myndir þú vilja vera þungur? Ég myndi vilja vera 110 kg, kannski +/-5 kg en lykilatriðið er það að ég geti gert það sem að ég vil þegar ég vil gera það.
Hvað veitir þér mesta lífsfyllingu? Það eru fjölskyldan, vinirnir og síðast en ekki síst körfubolti.