Ársreikningur með hæstu einkunn

Rannsókn sérstaks saksóknara | 19. nóvember 2014

Ársreikningur Milestone fékk hæstu einkunn

Gæðaeftirlit fór fram á ársreikningi Milestone-samstæðunnar fyrir árið 2006 og voru engar athugasemdir gerðar auk þess sem reikningurinn fékk hæstu einkunn. Endurskoðendur sem unnu að ársreikningnum eru ákærðir fyrir meiriháttar brot gegn lögum um ársreikninga og lögum um endurskoðendur.

Ársreikningur Milestone fékk hæstu einkunn

Rannsókn sérstaks saksóknara | 19. nóvember 2014

Verjendur í Milestone-málinu.
Verjendur í Milestone-málinu. mbl.is/Rósa Braga

Gæðaeftirlit fór fram á ársreikningi Milestone-samstæðunnar fyrir árið 2006 og voru engar athugasemdir gerðar auk þess sem reikningurinn fékk hæstu einkunn. Endurskoðendur sem unnu að ársreikningnum eru ákærðir fyrir meiriháttar brot gegn lögum um ársreikninga og lögum um endurskoðendur.

Gæðaeftirlit fór fram á ársreikningi Milestone-samstæðunnar fyrir árið 2006 og voru engar athugasemdir gerðar auk þess sem reikningurinn fékk hæstu einkunn. Endurskoðendur sem unnu að ársreikningnum eru ákærðir fyrir meiriháttar brot gegn lögum um ársreikninga og lögum um endurskoðendur.

Annar dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn stjórnendum Milestone og þremur endurskoðendum fór aðallega í skýrslutökur yfir nefndum endurskoðendum. Spurningarnar sem sneru flestar að tæknilegum atriðum í tengslum við endurskoðun voru nokkuð flóknar og svörin því litlu skárri.

Endurskoðendurnir þrír svöruðu hins vegar allir undanbragðalaust og verður að segjast að langt er síðan sakborningar hafa borið vitni í efnahagsbrotamáli og munað atvik máls með jafnskýrum hætti og í gær. Sjaldnast stóðu þeir á gati en skýrðu oftar en ekki hvað lá að baki þeim ákvörðunum sem ákært er fyrir.

Ákærð fyrir brot um ársreikninga

Í mál­inu eru Guðmund­ur Ólason, fv. for­stjóri Milest­one, Karl Werners­son, fv. stjórn­ar­formaður, og Stein­grím­ur Werner­son, fv. stjórn­ar­maður, ákærðir vegna greiðslna til Ing­unn­ar Werners­dótt­ur á árunum 2006 og 2007 en þær námu á sjötta millj­arð króna.

Jafn­framt eru end­ur­skoðend­urn­ir Hrafn­hild­ur Fann­geirs­dótt­ir, Mar­grét Guðjóns­dótt­ir og Sig­urþór Char­les Guðmunds­son, öll frá end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­inu KPMG, ákærð fyr­ir brot gegn lög­um um end­ur­skoðend­ur. Þau Mar­grét og Sig­urþór eru enn­frem­ur ákærð fyr­ir meiri­hátt­ar brot á lög­um um árs­reikn­inga vegna viðskipt­anna.

Ekkert breytir niðurstöðunni

Meðal þess sem Margrét var spurð út í, af verjanda sínum, var hvort unnið hefði verið gæðamat á þeim ársreikningum sem ákært er vegna. Sagði hún að farið hefði fram gæðaeftirlit á ársreikningi samstæðu Milestone fyrir árið 2006, það hefði farið fram í lok maí 2007 og unnið af finnskum gæðaeftirlitsmanni KPMG. „Hann hafði engar athugasemdir við endurskoðunina og fékk ársreikningurinn hæstu einkunn,“ sagði Margrét. Í kjölfarið fór gæðaeftirlitsmaðurinn með niðurstöðuna til gæðaeftirlitsstjóra KPMG á Íslandi og báru þeir saman bækur sínar. Í kjölfarið var málið tekið upp hjá gæðamiðstöð KPMG.

Margrét sagði einnig, eins og Sigurþór, að enginn vafi væri í þeirra huga að ársreikningarnir hefðu verið unnir réttilega og eftir þeim forsendum sem lágu fyrir á þeim tíma. Sigurþór sagði í sinni skýrslu að ekkert hefði komið fram sem breyti niðurstöðu endurskoðunarinnar. 

Aðalmeðferðin heldur áfram í dag og verður þá tekin skýrsla af vitnum, meðal annars af Ingunni Wernersdóttur.

Frétt mbl.is: Sjóvá tók lán til að minnka greiðslubyrði Milestone

Frétt mbl.is: Ómeðvitaður eig­andi eign­ar­halds­fé­laga

Frétt mbl.is: „Þetta hef­ur farið lag­lega úr bönd­un­um“

mbl.is