Endurskoðunarfyrirtækið KPMG óskaði í apríl 2007 eftir því að fá lánaskjöl vegna 2,7 milljarða króna kröfu í bókhaldi Milestone. Krafan tengdist greiðslum Milestone fyrir hluti Ingunnar Wernersdóttur og var utan um hana gerður samningur á milli Milestone og Milestone Import Export, dagsettur 30. desember 2005.
Endurskoðunarfyrirtækið KPMG óskaði í apríl 2007 eftir því að fá lánaskjöl vegna 2,7 milljarða króna kröfu í bókhaldi Milestone. Krafan tengdist greiðslum Milestone fyrir hluti Ingunnar Wernersdóttur og var utan um hana gerður samningur á milli Milestone og Milestone Import Export, dagsettur 30. desember 2005.
Endurskoðunarfyrirtækið KPMG óskaði í apríl 2007 eftir því að fá lánaskjöl vegna 2,7 milljarða króna kröfu í bókhaldi Milestone. Krafan tengdist greiðslum Milestone fyrir hluti Ingunnar Wernersdóttur og var utan um hana gerður samningur á milli Milestone og Milestone Import Export, dagsettur 30. desember 2005.
Skýrslutökum í máli sérstaks saksóknara gegn þremur fyrrverandi stjórnendum Milestone og þremur löggiltum endurskoðendum hjá KPMG lauk í dag. Á morgun hefst málflutningur og stefnt er að því að málið verði dómtekið á föstudag.
Í málinu eru Guðmundur Ólason, fv. forstjóri Milestone, Karl Wernersson, fv. stjórnarformaður, og Steingrímur Wernerson, fv. stjórnarmaður, ákærðir vegna greiðslna til Ingunnar Wernersdóttur fyrir hluti hennar í Milestone, Milestone Import Export og Leiftra en þær námu á sjötta milljarð króna á árunum 2006 og 2007.
Jafnframt eru endurskoðendurnir Hrafnhildur Fanngeirsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Sigurþór Charles Guðmundsson, öll frá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG, ákærð fyrir brot gegn lögum um endurskoðendur. Þau Margrét og Sigurþór eru ennfremur ákærð fyrir meiriháttar brot á lögum um ársreikninga vegna viðskiptanna.
Meðal þeirra sem gáfu skýrslu í dag var Guðjón Ásmundsson en hann hóf störf hjá Milestone snemma á árinu 2007. Áður hafði Guðjón, sem er löggiltur endurskoðandi, starfað hjá KPMG. Saksóknari bar undir hann tölvupóst sem Hrafnhildur sendi Guðjóni í apríl 2007 en þá vann KPMG að ársreikningi Milestone.
Hrafnhildur óskaði í póstinum eftir lánaskjölum sem stæðu á bak við 2,7 milljarða króna kröfu í bókhaldi Milestone. Guðjón áframsendi póstinn á Arnar Guðmundsson, fjármálastjóra Milestone, og spurði hann hvort umrædd gögn væru til. Svarið frá Arnari var stutt og laggott: „Nei, getur þú ekki búið til eitthvað fallegt.“
Eftir nokkrar umræður innan Milestone fer Guðjón fram á að gerður verði 2,7 milljarða króna lánasamningur á milli Milestone og Milestone Import Export. Samningurinn var dagsettur aftur í tímann, undirritaður og sendur KPMG.
Í málinu eru stjórnendur Milestone ákærðir fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og valdið Milestone verulegri fjártjónshættu með því að fjármagna kaup Karls og Steingríms á hlutum Ingunnar, í fullkominni óvissu um það hvort, hvernig eða hver myndi endurgreiða Milestone fjármunina.
Þegar Karl var spurður að því á mánudag hver hafi átt að kaupa bréf Ingunnar sagði hann: „Það var ýmsum hugmyndum kastað fram á árinu 2006, en það var ekki fyrr en við frágang ársreikningsins 2006 að þessi hugmynd kemur upp, að Leiftri verði eigandi bréfanna og Milestone Import Export taki lán hjá Milestone til að greiða fyrir þau.“
Þá kom einnig í dag fyrir æskuvinur Karls og Steingríms en hann eignaðist félagið Leiftra í desember 2011. „Ég var á skrifstofunni hjá Karli og eitt leiddi af öðru og ég keypti af honum félagið fyrir lítinn pening. [...] Við vorum bara að spjalla, þá nefndi hann þetta og ég sló til.“
Maðurinn var ekki upplýstur um það að Leiftri setti fram kröfu í þrotabú Milestone upp á 584 milljónir króna og vissi ekki um skuldastöðu félagsins.
Saksóknari: „Hvað greiddir þú mikið fyrir félagið?“
Æskuvinur: „Mig minnir að það hafi verið þúsund krónur. Þetta var bara svona gjörningur.“
Saksóknari: „Voru eignir inni í félaginu þegar þú tókst við því?“
Æskuvinur: „ÉG veit það ekki. Mér skildist að það ætti ekkert nema skuldir.“
Saksóknari: „Fékkstu þær upplýsingar, að það ætti skuldir?“
Æskuvinur: „Mér skildist það. Ég spurði ekki neitt.“