Sigurjón Árnason sakfelldur

Sérstakur gegn Landsbankamönnum | 19. nóvember 2014

Sigurjón Árnason sakfelldur

Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í morgun dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðbundið, fyrir markaðsmisnotkun í starfi sínu hjá Landsbankanum.

Sigurjón Árnason sakfelldur

Sérstakur gegn Landsbankamönnum | 19. nóvember 2014

Sigurjón Árnason.
Sigurjón Árnason. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í morgun dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðbundið, fyrir markaðsmisnotkun í starfi sínu hjá Landsbankanum.

Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í morgun dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðbundið, fyrir markaðsmisnotkun í starfi sínu hjá Landsbankanum.

Sindri Sveinsson, starfsmaður eigin fjárfestinga bankans, var sýknaður. Ívar Guðjónsson fyrrum forstöðumaður eigin fjárfestinga, var dæmdur í níu mánuði fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Júlíusi S. Heiðarssyni var dæmd sama refsing.

Málsvarnarlaun Sindra skulu greidd úr ríkissjóði að fullu en málsvarnarlaun Sigurjóns, Ívars og Júlíusar skulu greidd af hálfu úr ríkissjóði. Gæsluvarðhald sem þeir sættu kemur til frádráttar refsingu. Enginn af ákærðu var viðstaddur dómsuppkvaðninguna.

Brotið stórfellt og varði dögum saman

Í dóminum segir að ákærðu hafi allir búið yfir sérþekkingu og áralangri starfsreynslu á sínu sviði. „Starfa sinna vegna báru þeir ríkar skyldur gagnvart aðilum markaðarins, einstaklingum sem lögaðilum, sem áttu að geta treyst því að verð og eftirspurn hlutabréfa í Landsbankanum lyti eðlilegum markaðslögmálum. Brot ákærðu var stórfellt og varði dögum saman,“ segir í dóminum. Þá segir að það hafi varðað fjárhagsmuni fjölmargra fjárfesta og jafnframt horfi til refsiþyngingar að ákærðu unnu brotið í sameiningu.

„Á hinn bóginn er til þess að líta að þegar ákærðu frömdu brot sitt voru viðsjárverðir tímar á fjármálamarkaði og má ætla að háttsemi þeirra hafi verið viðleitni í að verja bankann falli,“ segir einnig í dóminum. Þá er tekið fram að sex ár séu liðin frá því brotið var framið og að öllu þessu virtu þyki refsing Sigurjóns hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði, en ákærðu Ívars og Júlíusar fangelsi í 9 mánuði auk þess sem rétt þyki að binda hluta fangelsisrefsingarinnar skilorði.

„Blekktu samfélagið í heild“

Þeir voru ákærðir fyr­ir markaðsmis­notk­un á tíma­bil­inu 1. nóv­em­ber 2007 til 3. októ­ber 2008 og eru þeir sakaðir um að hafa hand­stýrt verðmynd­un hluta­bréfa í Lands­bank­an­um og með því blekkt fjár­festa, kröfu­hafa, stjórn­völd og sam­fé­lagið í heild.

Ákæran byggir á því að ákærðu hafi haldið uppi hluta­bréfa­verði í bank­an­um í sjálf­virk­um pör­un­ar­viðskipt­um. Um hafi verið að ræða ólög­mætt inn­grip í gang­verk markaðar­ins sem hafði áhrif á markaðsgengi hluta­bréfa í Lands­bank­an­um. Þetta hefði tryggt óeðli­legt verð á hluta­bréf­un­um á tíma­bil­inu, búið til verð á hluta­bréf­un­um og gefið eða verið lík­legt til að gefa eft­ir­spurn og verð hluta­bréf­anna rang­lega og mis­vís­andi til kynna.

„Með hátt­semi sinni röskuðu ákærðu þeim for­send­um og lög­mál­um sem liggja að baki eðli­legri verðmynd­un á skipu­leg­um verðbréfa­markaði með því að auka selj­an­leika hluta­bréfa í Lands­bank­an­um með ólög­mæt­um hætti,“ segir í ákæru. Málið er eitt umfangsmesta sakamál sem höfðað hefur verið á Íslandi og voru dómsskjöl þess alls um 8.000 tals­ins.

Sögðu viðskiptin ekki hafa farið fram með leynd

Við aðalmeðferðina, sem fram fór í október, sögðu verjendur sakborninganna að viðskipt­in hefðu ekki farið fram með leynd held­ur fyr­ir aug­liti markaðar­ins. Eft­ir­litsaðilar hefðu vitað að bank­inn væri með viðskipta­vakt í eig­in bréf­um og stundaði viðskipti með eig­in bréf. Það hefði ekki verið ólög­legt og ein­vörðungu unnið sam­kvæmt skipu­lagi sem var þegar til staðar.

Um þá málsástæðu segir í dómi héraðsdóms að það samrýmist það ekki ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti að útgefandi fjármálagernings sé viðskiptavaki í eigin hlutabréfum. Þá segir að samkvæmt gögnum málsins samrýmdust viðskiptahættir eigin fjárfestinga Landsbankans með bréf bankans ekki lögmæltu hlutverki viðskiptavaka sem felur í sér að setja fram jafnt hlutfall kaup- og sölutilboða í viðskiptakerfi Kauphallarinnar. 

Því var einnig borið við af hálfu ákærðu að viðskiptin sem um ræðir hafi verið í samræmi við viðurkennda markaðsframkvæmd og þeim því refsilaus. Ekki var fallist á þetta og í dóminum segir að „jafnvel þótt talið yrði sýnt fram á að viðskipti starfsmanna eigin fjárfestinga með hlutabréf í bankanum sem ákæra tekur til hefði verið í samræmi við viðskiptahætti sem tíðkast hefðu um árabil á markaði, þá myndi sú venjubundna framkvæmd ekki firra þá refsiábyrgð.“

Ívar Guðjónsson, einn sakborninga, (á miðri mynd) og ásamt verjanda …
Ívar Guðjónsson, einn sakborninga, (á miðri mynd) og ásamt verjanda sínum, Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is