Sigurjón: Dómur til friðþægingar

Sérstakur gegn Landsbankamönnum | 19. nóvember 2014

Sigurjón: Dómur til friðþægingar

„Þetta kemur mér mjög á óvart,“ segir Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, um niðurstöðu markaðsmisnotkunarmálsins svokallaða. Sigurjón var í morgun dæmdur í tólf mánaða fangelsi en þar af níu mánuði skilorðsbundna. 

Sigurjón: Dómur til friðþægingar

Sérstakur gegn Landsbankamönnum | 19. nóvember 2014

Sigurður G. Guðjónsson og Sigurjón Árnason, skjólstæðingur Sigurðar, í Héraðsdómi …
Sigurður G. Guðjónsson og Sigurjón Árnason, skjólstæðingur Sigurðar, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þórður Arnar Þórðarson

„Þetta kemur mér mjög á óvart,“ segir Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, um niðurstöðu markaðsmisnotkunarmálsins svokallaða. Sigurjón var í morgun dæmdur í tólf mánaða fangelsi en þar af níu mánuði skilorðsbundna. 

„Þetta kemur mér mjög á óvart,“ segir Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, um niðurstöðu markaðsmisnotkunarmálsins svokallaða. Sigurjón var í morgun dæmdur í tólf mánaða fangelsi en þar af níu mánuði skilorðsbundna. 

Sigurjón ásamt þremur undirmönnum sínum var ákærður fyrir markaðsmis­notk­un á tíma­bil­inu 1. nóv­em­ber 2007 til 3. októ­ber 2008. Voru þeir sakaðir um að hafa hand­stýrt verðmynd­un hluta­bréfa í Lands­bank­an­um og með því blekkt fjár­festa, kröfu­hafa, stjórn­völd og sam­fé­lagið í heild. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að viðskiptin sem um ræðir hafi verið framkvæmd að undirlagi Sigurjóns og var hann því sakfelldur.

Engin ákvörðun um áfrýjun

Refsiramm­inn við brotinu er sex ára fang­elsi og krafðist sér­stak­ur sak­sókn­ari þess við aðalmeðferð málsins að fjöl­skipaður Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur liti til refsirammans þegar refs­ing væri ákveðin fyr­ir Sig­ur­jón þar sem brotin ger­ðust vart al­var­legri en í þessu máli.

Þegar mbl náði tali af Sigurjóni var hann í miðju kafi að lesa dóminn. „Ég er ekki búinn að lesa þetta alveg, ég er bara kominn á blaðsíðu 44,“ sagði hann og benti á að dómurinn væri alls 53 blaðsíður. „Ég er ekki búinn að átta mig á hverju þetta byggir en það eina sem ég get sagt á þessari stundu er að þetta kemur mjög á óvart,“ sagði Sigurjón og bætti við að allir í málinu væru saklausir.

Þá benti hann á að farið hefði verið fram á að refsiramminn yrði fullnýttur en hér væri niðurstaðan tólf mánaða dómur, þar af níu mánuðir skilorðsbundnir. „Mín tilfinning er sú að þetta sé einhverskonar friðþægingardómur vegna þess að allir í málinu eru saklausir.“

Sigurjón segir enga ákvörðun hafa verið tekna um áfrýjun.

Tryggðu óeðlilegt verð hlutabréfa

Sindri Sveins­son, starfsmaður eig­in fjár­fest­inga bank­ans, var sýknaður í málinu í morgun. Í dómi héraðsdóms segir framburður hans við aðalmeðferð málsins hafi ekki verið ótrúverðugur, þar sem hann færði fram skýringar á viðskiptahegðun sinni með vísan til samtímaheimilda og  leitaðist jafnframt við að gera grein fyrir ástæðum að baki einstökum tilboðum og viðskiptum. „Þykir óvarlegt að slá því föstu að ákærðu hafi hagað viðskiptum sínum með þeim hætti að það hafi verið til þess fallið að gefa framboð eða eftirspurn hlutabréfa í bankanum ranglega eða misvísandi til kynna,“ segir í niðurstöðunni.

Ívar Guðjóns­son, fyrr­um for­stöðumaður eig­in fjár­fest­inga, og Júlíus S. Heiðarsson, starfsmaður deildarinnar, voru báðir dæmd­ur í níu mánuði fang­elsi, þar af sex mánuði skil­orðsbundna. Í dóminum segir að Júlíus hafi átt þorra þeirra viðskipta sem framkvæmd voru á dögunum 29. september til 3. október 2008 þegar deild eigin fjárfestinga keypti upp hluti í Landsbankanum. Þá þótti sýnt fram á að Ívar hafi komið að viðskiptum Júlíusar síðustu daga bankans og að þau hafi verið að hans undirlagi.

Er það niðurstaða dómsins að umfangsmikil kaup þeirra á bréfunum hafi verið liður í því að hafa áhrif á gengi þeirra,“ segir í dóminum. „Þykir sannað að ákærðu hafi, dagana 29. september til og með 3. október 2008, í sameiningu átt viðskipti og gert tilboð í viðskiptakerfi Kauphallarinnar, sem tryggt hafi óeðlilegt verð og búið til verð á hlutabréfum í Landsbankanum og jafnframt gefið eða verið líkleg til að gefa framboð, eftirspurn eða verð bréfanna ranglega eða misvísandi til kynna.“ Voru þeir því sakfelldir.

Ívar Guðjónsson, einn sakborninga, (á miðri mynd) og ásamt verjanda …
Ívar Guðjónsson, einn sakborninga, (á miðri mynd) og ásamt verjanda sínum, Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is