Ekki má miða við 0% verðbólgu

Verðtrygging | 24. nóvember 2014

Ekki má miða við 0% verðbólgu

Þegar lánssamningur er bundinn við vísitölu neysluverðs, samrýmist það ekki tilskipun 87/102/EBE að miðað sé við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði og árlegri  hlutfallstölu kostnaðar ef þekkt verðbólgustig á lántökudegi er ekki 0%. Það er landsdómstólsins að meta, að teknu tillit til allra atvika málsins, hvaða áhrif röng upplýsingagjöf af þessu tagi hefur og hvaða úrræðum er hægt að beita af því tilefni, að því gefnu að þeirri vernd  sem tilskipun 87/102/EBE veitir, eins og dómurinn skýrir hana, sé  ekki stefnt í hættu.

Ekki má miða við 0% verðbólgu

Verðtrygging | 24. nóvember 2014

Táknmerki EFTA-dómstólsins.
Táknmerki EFTA-dómstólsins.

Þegar lánssamningur er bundinn við vísitölu neysluverðs, samrýmist það ekki tilskipun 87/102/EBE að miðað sé við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði og árlegri  hlutfallstölu kostnaðar ef þekkt verðbólgustig á lántökudegi er ekki 0%. Það er landsdómstólsins að meta, að teknu tillit til allra atvika málsins, hvaða áhrif röng upplýsingagjöf af þessu tagi hefur og hvaða úrræðum er hægt að beita af því tilefni, að því gefnu að þeirri vernd  sem tilskipun 87/102/EBE veitir, eins og dómurinn skýrir hana, sé  ekki stefnt í hættu.

Þegar lánssamningur er bundinn við vísitölu neysluverðs, samrýmist það ekki tilskipun 87/102/EBE að miðað sé við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði og árlegri  hlutfallstölu kostnaðar ef þekkt verðbólgustig á lántökudegi er ekki 0%. Það er landsdómstólsins að meta, að teknu tillit til allra atvika málsins, hvaða áhrif röng upplýsingagjöf af þessu tagi hefur og hvaða úrræðum er hægt að beita af því tilefni, að því gefnu að þeirri vernd  sem tilskipun 87/102/EBE veitir, eins og dómurinn skýrir hana, sé  ekki stefnt í hættu.

Þetta er m.a. það sem fram kemur í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins á spurningum um verðtryggingu sem Héraðsdómur Reykjavíkur beindi til dómstólsins vegna máls manns gegn Landsbankanum á túlkun ráðsins 87/102/EBE frá 22. desember 1986 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi  neytendalán og tilskipun ráðsins 93/13/EBE frá 5. apríl 1993 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum. 

Í áliti EFTA-dómstólsins kemur m.a. fram að því gefnu að landsdómstóllinn (héraðsdómur) telji samningsskilmála um verðtryggingu afborgana neytendalánsins sem um ræðir ekki endurspegla lög eða bindandi stjórnsýsluákvæði samkvæmt 2. mgr. 1. gr. tilskipunar 93/13/EBE eru svörin við eftirfarandi spurningum svohljóðandi:

1. Spurning: Samrýmist það ákvæðum tilskipunar nr. 87/102/EBE um neytendalán, eins og tilskipuninni var breytt með tilskipun nr. 90/88/EBE og tilskipun nr. 98/7/EB, að við gerð lánssamnings, sem bundinn er vísitölu neysluverðs samkvæmt heimild í settum lögum og tekur því breytingum í samræmi við verðbólgu, sé við útreikning á heildarlántökukostnaði og árlegri hlutfallstölu kostnaðar, sem birtur er lántaka við samningsgerðina, miðað við 0% verðbólgu en ekki þekkt verðbólgustig á lántökudegi?

Svar: Þegar lánssamningur er bundinn við vísitölu neysluverðs,  samrýmist það ekki tilskipun 87/102/EBE að miðað sé við 0%  verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði og árlegri
hlutfallstölu kostnaðar ef þekkt verðbólgustig á lántökudegi er ekki  0%. Það er landsdómstólsins að meta, að teknu tillit til allra atvika málsins, hvaða áhrif röng upplýsingagjöf af þessu tagi hefur og hvaða úrræðum er hægt að beita af því tilefni, að því gefnu að þeirri vernd sem tilskipun 87/102/EBE veitir, eins og dómurinn skýrir hana, sé ekki stefnt í hættu. 

Að því gefnu að landsdómstóllinn telji samningsskilmála um verðtryggingu afborgana neytendalánsins sem um ræðir ekki endurspegla lög eða bindandi stjórnsýsluákvæði samkvæmt 2. mgr. 1. gr. tilskipunar 93/13/EBE eru svörin við eftirfarandi spurningum svohljóðandi: 

2. Spurning: Samrýmist það ákvæðum tilskipunar ráðsins 93/13/EBE frá 5. apríl 1993 um
óréttmæta skilmála í neytendasamningum ef löggjöf í ríki sem aðild á að EES-samningnum heimilar að samningur um neytendalán hafi að geyma ákvæði þess efnis að greiðslur af láninu skuli verðtryggðar samkvæmt fyrir fram ákveðinni vísitölu?

Svar: Tilskipun 93/13/EBE takmarkar ekki svigrúm EES-ríkis til þess að ákveða með lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum hvaða þættir geti valdið breytingum á fyrirfram ákveðinni vísitölu, á borð við hina íslensku vísitölu neysluverðs, og eftir hvaða aðferðum þær breytingar skuli mældar, að því gefnu að þeim sé lýst með skýrum hætti í samningnum.

3. Spurning: Ef svarið við annarri spurningunni er á þann veg að verðtrygging greiðslna af neytendaláni sé samrýmanleg ákvæðum tilskipunar 93/13/EBE þá er í þriðja lagi spurt hvort tilskipunin takmarki svigrúm viðkomandi samningsríkis til þess að ákveða með lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum hvaða þættir skuli valda breytingum á hinni fyrir fram ákveðnu vísitölu og eftir hvaða aðferðum þær breytingar skuli mældar.

Svar: Tilskipun 93/13/EBE takmarkar ekki svigrúm EES-ríkis til þess að ákveða með lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum hvaða þættir geti valdið breytingum á fyrirfram ákveðinni vísitölu, á borð við hina íslensku vísitölu neysluverðs, og eftir hvaða aðferðum þær breytingar skuli mældar, að því gefnu að þeim sé lýst með skýrum hætti í samningnum.

4. Spurning: Ef svarið við þriðju spurningunni er að tilskipun 93/13/EBE takmarki ekki það svigrúm samningsríkis sem nefnt er í þeirri spurningu þá er í fjórða lagi spurt hvort samningsskilmáli teljist hafa verið sérstaklega umsaminn í skilningi 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar þegar a) tekið er fram í skuldabréfì sem neytandi undirritar í tilefni lántöku að skuldbinding hans sé verðtryggð og tilgreint er í skuldabréfinu við hvaða grunnvísitölu verðbreytingar skuli miðast, b) skuldabréfinu fylgir yfirlit sem sýnir áætlaðar og sundurliðaðar greiðslur á gjalddögum lánsins og tekið er fram í yfirlitinu að áætlunin geti tekið breytingum í samræmi við verðtryggingarákvæði lánssamningsins, og c) neytandi og veitandi undirrita báðir greiðsluyfirlitið samtímis og samhliða því að neytandi undirritar skuldabréfið?

Svar: Það er landsdómstólsins að taka afstöðu til þess hvort samið hafi verið sérstaklega um tiltekinn samningsskilmála í skilningi 3. gr. tilskipunar 93/13/EBE.

5. Spurning: Telst aðferðin við útreikning verðbreytinga í lánssamningi hafa verið útskýrð
rækilega fyrir neytanda í skilningi d-liðar 2. gr. viðauka við tilskipun 93/13/EBE þegar atvik eru með þeim hætti sem nánar greinir í fjórðu  spurningunni? 

Svar: Það er landsdómstólsins að meta hvort samningsskilmála um verðtryggingu afborgana af láni skuli teljast hafi verið lýst fyrir neytandanum með skýrum og skiljanlegum hætti. Slíkt mat verður að taka mið af nákvæmu orðalagi viðeigandi samningsskilmála og öllum öðrum aðstæðum, þar á meðal þeirra sem vísað er til í a- og b-hluta fjórðu spurningar landsdómstólsins, auk ákvæða landsréttar um  verðtryggingu. 

6. Spurning: Á ríki sem er aðili að EES-samningnum val milli þess við innleiðingu 1 mgr. 6. gr. tilskipunar 93/13/EBE, annars vegar að mæla svo fyrir í landsrétti að heimilt sé að lýsa óskuldbindandi fyrir neytanda óréttmæta skilmála í skilningi 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar, eða hins vegar að mæla svo fyrir í landsrétti að slíkir skilmálar skuli ávallt vera óskuldbindandi fyrir
neytandann? 

Svar: 6. 1. mgr. 6. gr. tilskipunar 93/13/EBE verður að túlka með þeim hætti að í þeim tilvikum þar sem landsdómstóll kemst að þeirri niðurstöðu að tiltekinn samningsskilmáli sé óréttmætur samkvæmt tilskipuninni beri þeim dómstól að tryggja að slíkur skilmáli sé óskuldbindandi fyrir neytandann að því gefnu að samningurinn geti haldið gildi sínu að öðru leyti án hins óréttmæta skilmála að því marki sem reglur landsréttar leyfa.

Álit EFTA-dómstólsins í heild.

mbl.is