„Finnst ég ekki verða boðleg hinu kyninu“

Biggest Loser Ísland | 24. nóvember 2014

„Finnst ég ekki verða boðleg hinu kyninu“

Margrét Andrésdóttir er ein af þeim sem taka þátt í Biggest Loser Ísland en fyrsti þáttur fer í loftið í janúar. Hún er 37 ára (alveg að verða 38 ára) og starfar við þrif og með ræstivörur. Hún er 148,8 kg.

„Finnst ég ekki verða boðleg hinu kyninu“

Biggest Loser Ísland | 24. nóvember 2014

Margrét Andrésdóttir tekur þátt í Biggest Loser.
Margrét Andrésdóttir tekur þátt í Biggest Loser.

Margrét Andrésdóttir er ein af þeim sem taka þátt í Biggest Loser Ísland en fyrsti þáttur fer í loftið í janúar. Hún er 37 ára (alveg að verða 38 ára) og starfar við þrif og með ræstivörur. Hún er 148,8 kg.

Margrét Andrésdóttir er ein af þeim sem taka þátt í Biggest Loser Ísland en fyrsti þáttur fer í loftið í janúar. Hún er 37 ára (alveg að verða 38 ára) og starfar við þrif og með ræstivörur. Hún er 148,8 kg.

Hefur þú alltaf verið svona þung? Ég hef verið með aukakíló eða síðan ég var sirka 12 ára. En svo hafa þau komið með árunum.

Hefurðu fundið fyrir fordómum vegna þyngdar þinnar? Já, það hef ég sko gert. Ég fór til dæmis í íþróttavörubúð hérna á Akureyri áður en ég byrjaði á Ásbrú og ætlaði að kaupa mér íþróttaskó og buxur en konan sem var þarna hætti bara við að afgreiða mig og fór. Ég stóð þarna eins og asni og labbaði í burtu.

Hvað var erfiðast í Biggest Loser-ferlinu? Að vera frá börnunum mínum.

Hvað viltu segja við þá sem þrá að léttast en komast ekki úr sporunum? Þetta er erfitt og verður held ég alltaf ströggl alla ævi en eitt lítið skref í rétta átt er gott skref og eins og ég hef alltaf sagt; góðir hlutir gerast hægt. Og svo er það líka það sem ég held að flestir haldi sem byrja í hreyfingu: það er enginn að horfa á þig og ef einhver er að horfa, þá er það örugglega með stolti.

Hefur þyngdin gert það að verkum að þú hefur ekki látið drauma þína rætast? Já, mér finnst ég ekki verða boðleg hinu kyninu, þó að ég viti það alveg að ég er sko miklu meira en það, enda góð kona þótt ég segi sjálf frá. Svo hef ég ekki getað iðkað alls konar íþróttir eins og skíði, hjólreiðar og margt fleira.

Hvað myndir þú vilja vera þung? 88 kíló, því þegar ég byrjaði í Biggest Loser var ég jafnþung og öll börnin mín til samans og eru þau þrjú talsins. Þegar ég verð 88 kíló verð ég jafnþung og minn elsti er.

Hvað veitir þér mesta lífsfyllingu? Börnin mín, fjölskyldan, söngur, heimilið mitt og hlátur.

mbl.is