Gleymdu að sækja um

Dæmi um að fólk hafi gleymt að sækja um

Dæmi eru um það að fólk sem hefði getað nýtt sér skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar hafi einfaldlega gleymt að sækja um hana. Við þessu er þó ekkert að gera, enda var það útskýrt rækilega í upphafi að ferlið hefði ákveðinn upphafstíma og lokatíma. Þetta segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Hann segir leiðréttinguna ekki hafa átt að fara framhjá fólki, enda hafi hún verið mikið auglýst og umfjöllun um hana verið áberandi í fjölmiðlum.

Dæmi um að fólk hafi gleymt að sækja um

Skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar | 30. nóvember 2014

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri.
Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri. Kristinn Ingvarsson

Dæmi eru um það að fólk sem hefði getað nýtt sér skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar hafi einfaldlega gleymt að sækja um hana. Við þessu er þó ekkert að gera, enda var það útskýrt rækilega í upphafi að ferlið hefði ákveðinn upphafstíma og lokatíma. Þetta segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Hann segir leiðréttinguna ekki hafa átt að fara framhjá fólki, enda hafi hún verið mikið auglýst og umfjöllun um hana verið áberandi í fjölmiðlum.

Dæmi eru um það að fólk sem hefði getað nýtt sér skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar hafi einfaldlega gleymt að sækja um hana. Við þessu er þó ekkert að gera, enda var það útskýrt rækilega í upphafi að ferlið hefði ákveðinn upphafstíma og lokatíma. Þetta segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Hann segir leiðréttinguna ekki hafa átt að fara framhjá fólki, enda hafi hún verið mikið auglýst og umfjöllun um hana verið áberandi í fjölmiðlum.

Skúli segir lögin ekki gera ráð fyrir því að opnað sé fyrir umsóknir eftir að fresturinn rennur út, enda hafi útreikningar niðurfærslnanna miðast við það hver heildarfjöldi umsækjanda og heildarfjárhæð niðurfærslnanna var. „Ef það hefði verið sett í lögin að menn gætu sótt um seinna þá hefði þetta orðið endalaust. Leiðréttingin varð því að hafa ákveðinn upphafstíma og ákveðinn lokatíma,“ segir hann.

Íslendingar á síðustu stundu

Alls bár­ust um 69 þúsund um­sókn­ir um leiðrétt­ingu hús­næðislána frá um 105 þúsund kenni­töl­um. Skúli segir fjölmarga hafa sótt um í upphafi, en eftir það hefðu umsóknir verið í lægð í rúmlega tvo mánuði þar til gríðarlega margar umsóknir hafi borist á síðasta mánuðinum. Skúli segir það áberandi hjá Íslendingum að vera á síðustu stundu, og bendir á að það sé einnig mjög áberandi við skil á framtali. 

Nota þarf ra­f­ræn skil­ríki til und­ir­rit­un­ar á ráðstöf­un leiðrétt­ing­ar­fjár­hæðar og segir Skúli tölvupóst hafa verið sendan á umsækjendur í nótt þar sem þeir voru minntir á að rafræn undirritun fari fram fljótlega. „Við hvetjum fólk til að undirbúa sig og fá sér rafræn skilríki. Undirritunin mun hefjast um miðjan desember og stendur í þrjá mánuði,“ segir hann, en bætir því við að ekki sé ólíklegt að einhverjir muni gleyma að skrifa undir.

„En þetta er bara eins og þegar fólk fer að kjósa þá eru kjörstaðir opnaðir og lokðir á ákveðnum tímum og það er ekki hægt að breyta því. Það er eins með tónleika til dæmis. Þegar það er uppselt þá er ekkert hægt að gera við því.“

Kortalesari fyrir rafræn skilríki.
Kortalesari fyrir rafræn skilríki. Mynd/Ernir Eyjólfsson
mbl.is