Hafði enga trú á sér vegna offitunnar

Biggest Loser Ísland | 1. desember 2014

Hafði enga trú á sér vegna offitunnar

Gunnfríður Katrín Tómasdóttir er 31 árs leikskólakennaranemi við Háskóla Íslands. Hún er ein af þeim sem keppa í Biggest Loser Ísland er þættirnir hefja göngu sína í janúar á SkjáEinum. Hún er 196,4 kg.

Hafði enga trú á sér vegna offitunnar

Biggest Loser Ísland | 1. desember 2014

Gunnfríður Katrín Tómasdóttir keppir í Biggest Loser Ísland.
Gunnfríður Katrín Tómasdóttir keppir í Biggest Loser Ísland.

Gunnfríður Katrín Tómasdóttir er 31 árs leikskólakennaranemi við Háskóla Íslands. Hún er ein af þeim sem keppa í Biggest Loser Ísland er þættirnir hefja göngu sína í janúar á SkjáEinum. Hún er 196,4 kg.

Gunnfríður Katrín Tómasdóttir er 31 árs leikskólakennaranemi við Háskóla Íslands. Hún er ein af þeim sem keppa í Biggest Loser Ísland er þættirnir hefja göngu sína í janúar á SkjáEinum. Hún er 196,4 kg.

Hefur þú alltaf verið svona þung? Ég hef alltaf verið í þyngri kantinum. Hins vegar hef ég rokkað mikið síðustu ár, komist nálægt kjörþyngd en þyngst mikið aftur.

Hefur þú fundið fyrir fordómum vegna þyngdar þinnar? Ég hef fundið fyrir miklum fordómum vegna þyngdar minnar. Ég var eitt sinn að versla í matinn og þá stansar ung kona fyrir framan mig og starir á mig og fer að taka myndir af mér. Mér var svo brugðið að ég kom ekki upp orði. Ég hef líka verið úti að labba og orðið fyrir aðkasti sem mér finnst mjög sérstakt því maður er að reyna að bæta hreyfingu inn í líf sitt til að losna við spikið og þá er gert grín að manni.

Hvað var erfiðast í Biggest Loser-ferlinu? Það var erfitt að horfast í augu við sjálfan sig og fyrirgefa sjálfum sér fyrir að hafa farið svona illa með sig. Það var erfitt að öðlast trú á sjálfan sig, læra að elska sig nákvæmlega eins og maður er núna og læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér.

Hvað viltu segja við þá sem þrá að léttast en komast ekki úr sporunum? Þetta er hægt. Með því að taka einn dag í einu.

Hefur þyngdin gert það að verkum að þú hefur ekki látið drauma þína rætast? Þyngd mín hefur staðið í vegi fyrir því að ég hafi látið drauma mína rætast. Af því að mér fannst ég ógeðsleg vegna þyngdar hafði ég enga trú á mér og þorði ekki að vona að draumar mínir gætu ræst. Með því að fá þetta frábæra tækifæri að taka þátt í Biggest Loser Ísland tvö og breyta lífsstíl mínum hef ég búið mér til stóra og góða drauma sem ég veit að munu rætast.

Hvað myndir þú vilja vera þung? Draumurinn er 82 kíló en þegar ég verð um 100 kg í heilbrigðum og hraustum líkama mun ég springa úr gleði.

Hvað veitir þér mesta lífsfyllingu? Ég er svo heppin að eiga frábæra fjölskyldu sem veitir mér mikla lífsgleði og styður mig í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur. Ég er líka heppin að eiga yndislega vini.

mbl.is