Fólk er stundum dónalegt

Biggest Loser Ísland | 5. desember 2014

Fólk er stundum dónalegt

Bjarni Snæbjörn Pétursson er 20 ára nemandi sem tekur þátt í Biggest Loser Ísland. Hann er 150,3 kg. Þættirnir hefja göngu sína á SkjáEinum í janúar.

Fólk er stundum dónalegt

Biggest Loser Ísland | 5. desember 2014

Bjarni Snæbjörn Pétursson.
Bjarni Snæbjörn Pétursson.

Bjarni Snæbjörn Pétursson er 20 ára nemandi sem tekur þátt í Biggest Loser Ísland. Hann er 150,3 kg. Þættirnir hefja göngu sína á SkjáEinum í janúar.

Bjarni Snæbjörn Pétursson er 20 ára nemandi sem tekur þátt í Biggest Loser Ísland. Hann er 150,3 kg. Þættirnir hefja göngu sína á SkjáEinum í janúar.

Hefur þú alltaf verið svona þungur? Ég byrjaði að þyngjast upp úr fermingu.

Hefur þú fundið fyrir fordómum vegna þyngdar þinnar? Já, aðallega augnaráð frá fólki og nokkrum sinnum lent í að fólk hefur verið dónalegt.

Hvað var erfiðast í Biggest Loser-ferlinu? Það erfiðasta var að byrja að sækja um, tala ekkert við vini og fjölskyldu og sjá í hversu slæmu ástandi maður var.

Hvað viltu segja við þá sem þrá að léttast en komast ekki úr sporunum? Vera meðvitaður um hvað maður borðar af því að maturinn skiptir svo miklu máli, einnig að hreyfa sig, sama hversu lítið það er þá skiptir það máli.

Hefur þyngdin gert það að verkum að þú hefur ekki látið drauma þína rætast? Já, en þyngdin hefur stoppað það að manni langar að gera margt.

Hvað myndir þú vilja vera þungur? 90-95 kg.

Hvað veitir þér mesta lífsfyllingu? Vinir og fjölskylda.

mbl.is