„Birtum kannski eitthvað síðar“

„Birtum kannski eitthvað síðar“

„Hvað er verið með þessu að segja okkur hæstvirtur forseti? Að stjórnvöld hafi ekki í höndum trúverðug gögn til þess að svara spurningum um skuldaniðurfærsluna. Hvað segir þetta okkur um hina fokdýru áróðurssýningu? Þá vantaði ekki gögnin til að fullyrða hvernig þetta kæmi út í Hörpunni á dögunum. Hvoru tveggja gengur ekki upp. Að sú kynning hafi byggst á fullnægjandi upplýsingum en núna mánuði seinna geti ráðherra engu svarað.“

„Birtum kannski eitthvað síðar“

Skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar | 11. desember 2014

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG. mbl.is/Kristinn

„Hvað er verið með þessu að segja okkur hæstvirtur forseti? Að stjórnvöld hafi ekki í höndum trúverðug gögn til þess að svara spurningum um skuldaniðurfærsluna. Hvað segir þetta okkur um hina fokdýru áróðurssýningu? Þá vantaði ekki gögnin til að fullyrða hvernig þetta kæmi út í Hörpunni á dögunum. Hvoru tveggja gengur ekki upp. Að sú kynning hafi byggst á fullnægjandi upplýsingum en núna mánuði seinna geti ráðherra engu svarað.“

„Hvað er verið með þessu að segja okkur hæstvirtur forseti? Að stjórnvöld hafi ekki í höndum trúverðug gögn til þess að svara spurningum um skuldaniðurfærsluna. Hvað segir þetta okkur um hina fokdýru áróðurssýningu? Þá vantaði ekki gögnin til að fullyrða hvernig þetta kæmi út í Hörpunni á dögunum. Hvoru tveggja gengur ekki upp. Að sú kynning hafi byggst á fullnægjandi upplýsingum en núna mánuði seinna geti ráðherra engu svarað.“

Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í umræðum á Alþingi í dag þar sem hann gerði að umtalsefni svar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við skriflegum fyrirspurnum frá þremur fulltrúum VG um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til lækkunar höfuðstóls húsnæðislána. Þar á meðal frá formanni flokksins Katrínu Jakobsdóttur. Bjarni svaraði á þá leið að fyrirspurnunum yrði svarað með skýrslu á vorþinginu þar sem eof mikið vantaði upp á endanlegar niðurstöður til þess að rétt væri að draga nægilega marktækar ályktanir um það sem spurt var um.

Steingrímur kallaði eftir því að málið yrði tekið fyrir í forsætisnefnd þingsins enda gerði það „að engu á örskammri stundu rétt þingmanna til þess að krefja framkvæmdavaldið um svör hér á Alþingi ef ráðherrar komast upp með þetta. Þá verður venjan bara sú að koma sér undan því að svara og segja: Ja, við birtum kannski einhverjar upplýsingar síðar. Kemur kannski skýrsla í vor eða í haust. Og þá er þesi réttur til lítils orðinn sem ráðherrar verða að axla. Þeir verða að minnsta kosti að gera heiðarlega tilraun til að svara öllum fyrirspurnum eins rækilega og þeir geta miðað við þau gögn sem til staðar eru.“

Sagðist Steingrímur ennfremur telja að svarið frá Bjarna nú væri frekar í samræmi við raunveruleikann en það sem haldið hafi verið fram þegar kynningin á aðgerðum ríkisstjórnarinnar fór fram í haust.

Frétt mbl.is: Svar ráðherrans ekki boðlegt

mbl.is