Flugstöðin eins og Eden í Hverageði

Flugstöð Leifs Eiríkssonar | 17. desember 2014

Flugstöðin eins og Eden í Hverageði

Verslun Epal í Flugstöð Leifs Eiríkssonar lokar upp úr áramótum að sögn Eyjólfs Pálssonar, eiganda verslunarinnar. Um sjötíu íslenskir hönnuðir selja þar vörur sínar og verða margir þeirra að segja upp starfsmanni sökum þess að stór hluti tekna þeirra stafar frá flugstöðinni.

Flugstöðin eins og Eden í Hverageði

Flugstöð Leifs Eiríkssonar | 17. desember 2014

Eyjólfur Pálsson hefur áhyggjur af framtíð íslenskrar hönnunar í flugstöðinni.
Eyjólfur Pálsson hefur áhyggjur af framtíð íslenskrar hönnunar í flugstöðinni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Verslun Epal í Flugstöð Leifs Eiríkssonar lokar upp úr áramótum að sögn Eyjólfs Pálssonar, eiganda verslunarinnar. Um sjötíu íslenskir hönnuðir selja þar vörur sínar og verða margir þeirra að segja upp starfsmanni sökum þess að stór hluti tekna þeirra stafar frá flugstöðinni.

Verslun Epal í Flugstöð Leifs Eiríkssonar lokar upp úr áramótum að sögn Eyjólfs Pálssonar, eiganda verslunarinnar. Um sjötíu íslenskir hönnuðir selja þar vörur sínar og verða margir þeirra að segja upp starfsmanni sökum þess að stór hluti tekna þeirra stafar frá flugstöðinni.

Epal fékk ekki áfram­hald­andi rekstr­ar­leyfi eftir útboðsferli Isavia á veitinga- og verslunarrýmum í flugstöðinni. Aðspurður um framtíð íslenskrar hönnunar í flugstöðinni bendir Guðni Sigurðsson, fulltrúi yfirstjórnar Isavia, á þrjár verslanir sem bjóða upp á slíkar vörur; Rammagerðina, Lagerdere Services og ARG Fashion. Hann segir Rammagerðina vera í miklu samstarfi við íslenska hönnuði og að þar verði boðið upp á úrval íslenskrar hönnunarvöru. Þá muni Lagardere bjóða upp á íslenskar sælkeravörur og að skart og fatnaður verði selt í verslun ARG.

„Mikil eftirspurn er eftir íslenskum vörum í flugstöðinni og því hafa tilvonandi rekstraraðilar mikinn áhuga á að bjóða gott og breitt úrval af íslenskri hönnun,“ segir Guðni. Framkvæmdir í flugstöðinni eru þegar hafnar og er vonast til þess að þær klárist næsta vor.

Upphefð við hlið annarrar hönnunarvöru

Eyjólfur segist hafa rætt við marga þeirra hönnuða sem Epal selur fyrir og segir þá ekki spennta fyrir að selja vörur sínar í minjagripaverslun. „Þetta hefur ekkert með Rammagerðina sem fyrirtæki að gera, en þetta eru hins vegar ekki minjagripir,“ segir hann og bendir á að íslensk hönnun sé upphafin með því að selja hana við hlið heimsþekktrar hönnunar. Lítið sé hins vegar gert úr henni, sé hún seld við hlið lundabangsa eða annarra minjagripa.

Ekki planið að nýta fertugsafmæli til lokunar

Þá segir hann undarlegt að stjórnvöld sem styðji íslenska hönnun kippi stoðunni undan aðalsölustað íslenskra hönnuða með þessum hætti. „Ef einhver getur séð um þetta betur en Epal er það bara gott mál. En það er hins vegar ekki staðið rétt að þessu gagnvart þessu fólki sem mér er mjög umhugað um,“ segir hann. „Epal lifir þetta ágætlega af,“ segir Eyjólfur. Aðspurður hvort salan í flugstöðinni sé þó ekki stór hluti af þeirra veltu bendir hann á að Epal reki í dag þrjár verslanir og vissulega hafi það ekki verið á dagskránni að nýta fertugsafmæli verslunarinnar til þess að loka einni þeirra. „Við erum búin að vera í fjörtíu ár á þessum markaði og erum ennþá á sömu kennitölunni og ennþá með sömu stjórnendur. Þetta er gríðarleg reynsla sem litið er framhjá,“ segir hann.

„Mér finnst við vera á algjörum villigötum með þetta,“ segi hann. „Þetta átti að vera svo íslensk flugstöð að jafnvel þótt gengið væri inn með bundið fyrir augun átti maður að hugsa: „Vá, ég er á Íslandi!“. En myndirnar af nýju innréttingunum minna mig helst á Eden í Hveragerði í gamla daga. Lopapeysumynstur og burstabæir. Er þetta það sem við viljum sýna útlendingum af íslenskri hönnun?“ spyr Eyjólfur sem einnig setur spurningamerki við að erlendir aðilar sjái um hönnun flugstöðvarinnar, sem á að fanga hinn íslenska anda, auk sölunnar á íslenskum hönnunarvörum.

Fleiri gagnrýnt breytingarnar

Niðurstöður útboðsins voru kynntar í október og er samkvæmt þeim gert er ráð fyr­ir að tekj­ur af versl­un­ar­svæðinu muni aukast um sex­tíu pró­sent með þeim breyt­ing­unum. Auk­in áhersla verður lögð á teng­ingu við Ísland og er breyt­ing­un­um ætlað auka úr­val og fram­boð vöru og veit­inga í flug­stöðinni og skila flug­vell­in­um aukn­um leigu­tekj­um. Aðal­heiður Héðins­dótt­ir, for­stjóri Kaffitárs, hefur gagnrýnt útboðsferlið og í samtali við mbl benti hún á að verið væri að stækka versl­un­ar­rýmið auk þess sem farþegum sé að fjölga. Hins vegar væri það látið í veðri vaka að vöxturinn ætti að vera vegna þessara nýju aðila.

Frétt mbl.is: Gruggut útboðsferli í Leifsstöð

Frétt mbl.is: Miklar breytingar á flugstöðinni

Fuzzy kollur eftir Sigurð Má Helgason. Um sjötíu íslenskir hönnuðir …
Fuzzy kollur eftir Sigurð Má Helgason. Um sjötíu íslenskir hönnuðir selja vörur sínar í Epal í flugstöðinni. Ásdís Ásgeirsdóttir
Flugstöðin eins og hún á að líta út eftir breytingarnar.
Flugstöðin eins og hún á að líta út eftir breytingarnar.
Kort af flugstöðinni eftir breytingar
Kort af flugstöðinni eftir breytingar
mbl.is