Þegar litið er til þess hvernig eignarhaldi Milestone og tengdum félögum var háttað var ekki óeðlilegt að móðurfélagið var látið fjármagna kaup Karls og Steingríms Wernerssona á hlutum systur sinnar í Milestone í fyrstu eins og gert var. Þetta segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Milestone-málinu svonefnda.
Þegar litið er til þess hvernig eignarhaldi Milestone og tengdum félögum var háttað var ekki óeðlilegt að móðurfélagið var látið fjármagna kaup Karls og Steingríms Wernerssona á hlutum systur sinnar í Milestone í fyrstu eins og gert var. Þetta segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Milestone-málinu svonefnda.
Þegar litið er til þess hvernig eignarhaldi Milestone og tengdum félögum var háttað var ekki óeðlilegt að móðurfélagið var látið fjármagna kaup Karls og Steingríms Wernerssona á hlutum systur sinnar í Milestone í fyrstu eins og gert var. Þetta segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Milestone-málinu svonefnda.
Héraðsdómur sýknaði í dag Guðmund Ólason, fv. forstjóra Milestone, Karl, fv. stjórnarformann, og Steingrím, fv. stjórnarmann, af ákæru um umboðssvik vegna greiðslna Milestone til Ingunnar Wernersdóttur fyrir hluti hennar í Milestone, Milestone Import Export og Leiftra en þær námu á sjötta milljarð króna á árunum 2006 og 2007.
Jafnframt voru endurskoðendurnir Hrafnhildur Fanngeirsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Sigurþór Charles Guðmundsson, öll frá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG, sýknuð af ákæru um brot gegn lögum um endurskoðendur. Þau Margrét og Sigurþór voru ennfremur sýknuð af ákæru um meiriháttar brot á lögum um ársreikninga vegna viðskiptanna.
Í niðurstöðu héraðsdóms segir að Karl, Steingrímur og Guðmundur höfðu allir heimild samkvæmt stöðu sinni hjá félaginu til að láta Milestone greiða Ingunni og fjármögnun félagsins á samningunum hafi þar af leiðandi ekki verið því óviðkomandi. Dómurinn hafnaði sökum þess því að þeir hefðu misnotað aðstöðu sína hjá Milestone eins og þeim er gefið að sök.
Þá voru þeir ekki taldir hafa valdið félaginu verulegri fjártjónshættu enda hafi eiginfjárstaða Milestone á árunum 2006 og 2007 verið mjög sterk. Eigið fé móðurfélagsins var 43,5 milljarðar í árslok 2006 og 84 milljarðar í árslok 2007. „Félagið var alltaf tryggt með því að það fékk í hendur bréf systurinnar þegar það hafði greitt fyrir þau og hefði getað innheimt kröfur á hendur ákærðu, [Karls] og [Steingríms] eða félaga í þeirra eigu, með því innleysa þær með arðgreiðslum eða með innlausn hlutafjár. Það hefði lækkað eigið fé Milestone ehf. og var það alfarið á hendi eigendanna að taka slíka ákvörðun. Með því hefði fjárhagslegum styrk félagsins ekki verið stefnt í hættu.“
Ennfremur var ekki fallist á það að endurheimt fjársins hafi verið ótryggð. „Við úrlausn málsins verður og að hafa í huga aðstæður á árunum 2005 til 2007 er viðskipti þessi áttu sér stað. Við fjármálahrunið haustið 2008 breyttust allar forsendur fyrir fjármálastarfsemi hér á landÞá i sem og annars staðar. Það leiddi svo til gjaldþrots Milestone ehf. á árinu 2009 eins og rakið var.“
Þannig var það niðurstaða dómsins að ósannað sé að Karl, Steingrímur og Guðmundur hafi gerst sekir um umboðssvik eins og þeim er gefið að sök og voru þeir því sýknaðir.
Sömu menn voru einnig ákærðir fyrir bókhaldsbrot í tveimur ákæruliðum og sýknaðir af þeim eins og endurskoðendurnir þrír sem töldust hafa unnið störf sín samkvæmt stöðlum og góðri endurskoðunarvenju.
Málsvarnarlaun verjenda allra ákærðu verða greidd úr ríkissjóði sem hér segir: Ólafur Eiríksson hrl., 13.072.080 krónur, Sigmundur Hannesson hrl., 8.567.824 krónur, Ragnar Tómas Árnason hrl., 8.010.991 króna, Almar Þór Möller hdl., 5.850.810 krónur, Gestur Jónsson hrl., 8.112.947 krónur og Ragnar H. Hall hrl., 7.792.295 krónur. Samtals 51.406.947 krónur.