Öll sýknuð í Milestone-máli

Milestone-málið | 17. desember 2014

Öll sýknuð í Milestone-málinu

Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað alla sakborninga í Milestone-málinu svonefnda af kröfum sérstaks saksóknara. Ákært var í málinu vegna greiðslna til Ingunnar Wernersdóttur fyrir hluti hennar í Milestone.

Öll sýknuð í Milestone-málinu

Milestone-málið | 17. desember 2014

Karl Wernersson og Ólafur Eiríksson, verjandi hans.
Karl Wernersson og Ólafur Eiríksson, verjandi hans. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað alla sakborninga í Milestone-málinu svonefnda af kröfum sérstaks saksóknara. Ákært var í málinu vegna greiðslna til Ingunnar Wernersdóttur fyrir hluti hennar í Milestone.

Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað alla sakborninga í Milestone-málinu svonefnda af kröfum sérstaks saksóknara. Ákært var í málinu vegna greiðslna til Ingunnar Wernersdóttur fyrir hluti hennar í Milestone.

Þetta kemur fram á vefsvæði Viðskiptablaðsins. Í mál­inu voru Guðmund­ur Ólason, fv. for­stjóri Milest­one, Karl, fv. stjórn­ar­formaður, og Stein­grím­ur Werner­son, fv. stjórn­ar­maður, ákærðir vegna greiðslna til Ing­unn­ar Werners­dótt­ur fyr­ir hluti henn­ar í Milest­one, Milest­one Import Export og Leiftra en þær námu á sjötta millj­arð króna á ár­un­um 2006 og 2007.

Jafn­framt voru end­ur­skoðend­urn­ir Hrafn­hild­ur Fann­geirs­dótt­ir, Mar­grét Guðjóns­dótt­ir og Sig­urþór Char­les Guðmunds­son, öll frá end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­inu KPMG, ákærð fyr­ir brot gegn lög­um um end­ur­skoðend­ur. Þau Mar­grét og Sig­urþór voru enn­frem­ur ákærð fyr­ir meiri­hátt­ar brot á lög­um um árs­reikn­inga vegna viðskipt­anna.

Dómurinn hefur ekki verið birtur en ljóst að héraðsdómur hefur fallist á röksemdir verjenda í málinu. Ákæruvaldið fór fram á að dómurinn sakfelldi alla ákærðu og liti til Exeter-málsins eftir hæfilegri refsingu fyrir fyrrverandi starfsmenn Milestone. Í því máli voru ákærðu dæmdir í 4 ára og 6 mánaða fangelsi. Þá var farið fram á óskilorðsbundna refsingu yfir endurskoðendunum og að þeir yrðu sviptir réttindum sínum.

Eins og farið hefur með flest mál sérstaks saksóknara verður dóminum eflaust áfrýjað til Hæstaréttar.

mbl.is