Gamli Landsbankinn (LBI) hefur greitt breska ríkinu 1,36 milljarða punda, rúma 268 milljarða króna, af Icesave skuld bankans við breska skattgreiðendur sem áttu Icesave-reikninga hjá bankanum. Um er að ræða 85% af því fé sem breska ríkið greiddi þeim hundruðum þúsunda Breta sem glötuðu sparnaði sínum við hrun bankans.
Gamli Landsbankinn (LBI) hefur greitt breska ríkinu 1,36 milljarða punda, rúma 268 milljarða króna, af Icesave skuld bankans við breska skattgreiðendur sem áttu Icesave-reikninga hjá bankanum. Um er að ræða 85% af því fé sem breska ríkið greiddi þeim hundruðum þúsunda Breta sem glötuðu sparnaði sínum við hrun bankans.
Gamli Landsbankinn (LBI) hefur greitt breska ríkinu 1,36 milljarða punda, rúma 268 milljarða króna, af Icesave skuld bankans við breska skattgreiðendur sem áttu Icesave-reikninga hjá bankanum. Um er að ræða 85% af því fé sem breska ríkið greiddi þeim hundruðum þúsunda Breta sem glötuðu sparnaði sínum við hrun bankans.
Í frétt Telegraph um málið í gær kemur fram að fjármálaráðherra Bretlands, Alistair Darling, hafi í kjölfar þess að íslenska ríkið neitaði að greiða bætur til þeirra 230 þúsund Breta sem áttu fé inn á Icesave-reikningum, neyðst til þess að greiða 4,5 milljarða punda úr opinberum sjóðum í Bretlandi til þeirra sem áttu fé inni á Icesave-reikningum. Með þessu hafi verið hægt að koma í veg fyrir hrun fleiri banka í Bretlandi.
Greiðslan nú, upp á 1,36 milljarð punda, er sú síðasta af fimm sem LBI greiðir til breska ríkisins og hefur breska ríkið nú endurheimt 3,82 milljarða frá þrotabúi Landsbankans.