Foreldrar James Holmes, sem ákærður er fyrir fjöldamorð í kvikmyndahúsi í Colorado fylki Bandaríkjanna árið 2012, hafa beðist vægðar fyrir son sinn og óska þess að hann fái ekki dauðarefsingu.
Foreldrar James Holmes, sem ákærður er fyrir fjöldamorð í kvikmyndahúsi í Colorado fylki Bandaríkjanna árið 2012, hafa beðist vægðar fyrir son sinn og óska þess að hann fái ekki dauðarefsingu.
Foreldrar James Holmes, sem ákærður er fyrir fjöldamorð í kvikmyndahúsi í Colorado fylki Bandaríkjanna árið 2012, hafa beðist vægðar fyrir son sinn og óska þess að hann fái ekki dauðarefsingu.
Þetta kemur fram í frétt Sky News. Tólf manns létust í árásinni og 70 slösuðust, en fórnarlömbin voru bíógestir á kvikmyndinni The Dark Knight Rises.
Holmes hefur lýst yfir sakleysi sínu og ber við að hann þjáist af geðveilu. Foreldrar hans rituðu bréf til dagblaðsins The Denver Post á dögunum þar sem þau sögðust hugsa um málið á hverjum einasta degi og óskuðu þess að atburðirnir hefðu aldrei skeð. Þau lögðu m.a. til að komist væri að samkomulagi sem fæli í sér ævilanga fangelsisvist fyrir Holmes þannig að hann sleppi við banvæna sprautu. „Sonur okkar er ekki ófreskja, hann er manneskja sem þjáist af alvarlegum andlegum veikindum,“ segir í bréfinu.
Áætlað er að val á kviðdómi í málinu hefjist þann 20. janúar.