Ekki hægt að samþykkja í Apple

Ekki hægt að samþykkja í Apple tölvum

Eigendur Apple tölva geta ekki samþykkt leiðréttinguna með rafrænum skilríkjum í tölvunni þar sem stýrikerfið styður ekki notkun skilríkjanna. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, bendir þeim sem lenda í fyrrgreindum vandræðum á að fá sér rafræn skilríki í símann.

Ekki hægt að samþykkja í Apple tölvum

Skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar | 30. desember 2014

Ekki er hægt að samþykkja leiðréttinguna í Apple tölvum.
Ekki er hægt að samþykkja leiðréttinguna í Apple tölvum. Samsett mynd

Eigendur Apple tölva geta ekki samþykkt leiðréttinguna með rafrænum skilríkjum í tölvunni þar sem stýrikerfið styður ekki notkun skilríkjanna. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, bendir þeim sem lenda í fyrrgreindum vandræðum á að fá sér rafræn skilríki í símann.

Eigendur Apple tölva geta ekki samþykkt leiðréttinguna með rafrænum skilríkjum í tölvunni þar sem stýrikerfið styður ekki notkun skilríkjanna. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, bendir þeim sem lenda í fyrrgreindum vandræðum á að fá sér rafræn skilríki í símann.

Unnið er að því að leysa vandamálið að sögn Hugrúnar Aspar Reynisdóttur, sérfræðings í upplýsingatæknimálum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hún bendir þeim sem ekki geta staðfest leiðréttinguna í tölvunni á aðra kosti; að fá sér rafræn skilríki í símann, samþykkja leiðréttinguna hjá Ríkisskattstjóra, samþykkja hana í viðeigandi bankaútibúi eða að fara á skrifstofu Auðkennis í Borgartúni og samþykkja hana þar.

23.927 samþykki

Nú þegar eru 23.927 manns búnir að samþykkja leiðréttinguna en opnað var fyr­ir samþykkt­ar­ferlið þann 23. desember sl. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, segir að samþykktin hafi að öðru leyti gengið vel en margir hafa einnig hringt í þjónustuverið og fengið leiðbeiningar.

Frestur til að samþykkja leiðréttinguna gildir fram til 23. mars 2015.

Einhverjir hnökrar voru einnig á samþykktarferlinu þegar fyrst var opnað fyrir það en brugðist var skjótt og við og mann­skap­ur kallaður út til þess koma mál­um í lag. Vél sem stjórnaði álag­inu á milli netþjóna hafði þá ekki unnið rétt að sögn Skúla Eggerts.

mbl.is