Eigendur Apple tölva geta ekki samþykkt leiðréttinguna með rafrænum skilríkjum í tölvunni þar sem stýrikerfið styður ekki notkun skilríkjanna. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, bendir þeim sem lenda í fyrrgreindum vandræðum á að fá sér rafræn skilríki í símann.
Eigendur Apple tölva geta ekki samþykkt leiðréttinguna með rafrænum skilríkjum í tölvunni þar sem stýrikerfið styður ekki notkun skilríkjanna. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, bendir þeim sem lenda í fyrrgreindum vandræðum á að fá sér rafræn skilríki í símann.
Eigendur Apple tölva geta ekki samþykkt leiðréttinguna með rafrænum skilríkjum í tölvunni þar sem stýrikerfið styður ekki notkun skilríkjanna. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, bendir þeim sem lenda í fyrrgreindum vandræðum á að fá sér rafræn skilríki í símann.
Unnið er að því að leysa vandamálið að sögn Hugrúnar Aspar Reynisdóttur, sérfræðings í upplýsingatæknimálum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hún bendir þeim sem ekki geta staðfest leiðréttinguna í tölvunni á aðra kosti; að fá sér rafræn skilríki í símann, samþykkja leiðréttinguna hjá Ríkisskattstjóra, samþykkja hana í viðeigandi bankaútibúi eða að fara á skrifstofu Auðkennis í Borgartúni og samþykkja hana þar.
Nú þegar eru 23.927 manns búnir að samþykkja leiðréttinguna en opnað var fyrir samþykktarferlið þann 23. desember sl. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, segir að samþykktin hafi að öðru leyti gengið vel en margir hafa einnig hringt í þjónustuverið og fengið leiðbeiningar.
Frestur til að samþykkja leiðréttinguna gildir fram til 23. mars 2015.
Einhverjir hnökrar voru einnig á samþykktarferlinu þegar fyrst var opnað fyrir það en brugðist var skjótt og við og mannskapur kallaður út til þess koma málum í lag. Vél sem stjórnaði álaginu á milli netþjóna hafði þá ekki unnið rétt að sögn Skúla Eggerts.