Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á tryggingafélaginu Sjóvá hefur verið látin niður falla þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við mbl.
Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á tryggingafélaginu Sjóvá hefur verið látin niður falla þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við mbl.
Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á tryggingafélaginu Sjóvá hefur verið látin niður falla þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við mbl.
Fréttablaðið greindi frá því í gær að málið hefði verið látið niður falla. Fjármálaeftirlitið vísaði málinu er varðaði samskipti Sjóvár og Milestone til sérstaks saksóknara í maí 2009 og var í júlí sama ár gerð húsleit hjá Sjóvá og á heimilum manna sem tengjast fyrirtækjunum tveimur.
Málið hefur því verið í um fimm og hálft ár í rannsókn hjá embættinu og segir Ólafur það vissulega vera langan tíma en helst skýrast af því að málið hafi verið mjög umfangsmikið og flókið. Einnig hafi niðurskurður á síðasta ári og á þessu ári áhrif til seinkunar á þeim málum sem eru til meðferðar eru.
Rannsókn embættisins beindist að umboðssvikum, en grunur lék á að stjórnendur og eigendur Sjóvár hefðu farið út fyrir heimildir sínar. Vafi var talinn leika á því hvort stjórnendur Sjóvár hefðu haft heimildir til að ráðstafa fjármunum tryggingafélagsins með þeim hætti sem þeir gerðu.
Milestone eignaðist Sjóvá að fullu 2006 en eftir kaupin breyttist félagið úr hefðbundnu vátryggingafélagi í fjárfestingafélag. Hóf FME rannsóknina á málefnum Sjóvár eftir að félagið skilaði ársreikningi sínum og fylgigögnum með honum til stofnunarinnar. Þar komu fram upplýsingar um fjárfestingar Sjóvár sem tilefni þótti til að skoða betur.