Vörugjöld afnumin sums staðar

Verðbreytingar um áramótin | 2. janúar 2015

Vörugjöld afnumin sums staðar

Verslanir fara ólíkar leiðir að því að breyta verðmerkingum vegna afnáms vörugjalda. Gjöldin hafa verið felld niður í sumum verslunum en beðið er eftir næstu sendingu í öðrum.

Vörugjöld afnumin sums staðar

Verðbreytingar um áramótin | 2. janúar 2015

Verslanir fara ólíkar leiðir að því að breyta verðmerkingum.
Verslanir fara ólíkar leiðir að því að breyta verðmerkingum. Sverrir Vilhelmsson

Verslanir fara ólíkar leiðir að því að breyta verðmerkingum vegna afnáms vörugjalda. Gjöldin hafa verið felld niður í sumum verslunum en beðið er eftir næstu sendingu í öðrum.

Verslanir fara ólíkar leiðir að því að breyta verðmerkingum vegna afnáms vörugjalda. Gjöldin hafa verið felld niður í sumum verslunum en beðið er eftir næstu sendingu í öðrum.

Um áramótin tóku gildi breytingar á lögum um vörugjöld og virðisaukaskatt. Neytendur ættu strax að verða varir við breytingar vegna virðisaukaskattsins en áhrif niðurfellingar á vörugjöldum koma fram á næstu vikum þar sem innflytjendur hafa þurft að greiða vörugjöld af þeim vörum sem fluttar voru inn til landsins fyrir áramót. Ef varan er hins vegar flutt inn eftir áramót á hún ekki að bera vörugjöld.

Almennt vörugjald er lagt á sælgæti og ýmis konar matvöru sem inniheldur hátt hlutfall sykurs, líkt og morgunkorn, tómatsósa og niðursoðna ávexti.

Búið að taka vörugjöldin af í Bónus

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir að strax sé búið að lækka verð á þeim vörum sem verslunin flytur sjálf inn. „Við gerðum ráð fyrir þessu fyrir áramót og fórum bara varlega í pantanir. Það var eitthvað til en við lækkum það samt strax,“ segir hann og bendir á að eitt kíló af Euroshopper sykri hafi þegar verið lækkað úr 365 krónum í 145 krónur.

Hins vegar lækkar það sem keypt er af innlendum framleiðum síðar með nýjum sendingum. Þá segir Guðmundir að verðbreytingarnar kosti vinnu og aukamannskap en þó ekki svo mikið að það hafi einhver áhrif.

Vinnan kostar milljónir

Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að vörugjöld séu innifalin í verðinu á öllum þeim vörum sem eru í búðunum núna. „Það er búið að greiða vörugjöld af þessum vörum en þegar ný vara kemur inn breytist verðið jafn óðum,“ segir hann. Það gerist á næstu vikum. Hann segir þá mikla og kostnaðarsama vinnu standa yfir við að breyta verðmerkingum vegna virðisaukaskattsbreytinganna. Kostnaðinn segir hann standa í milljónum króna. Aðspurður hvers vegna upphæðin sé svo há segir hann hillumiðana vera um fimm til sex hundruð þúsund auk þess sem hvert handtak kosti peninga. „Þegar það eru mörg handtök er þetta fljótt að vinda upp á sig,“ segir Gunnar.

Líta til annarra á markaðnum

Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaups, sem meðal annars rekur Nettó og Samkaup, segir að verið sé að breyta verðmerkingum vegna virðisaukaskattsins. Ómar segir að það eigi eftir að taka birgðastöðuna og því sé ekki búið að lækka verð vegna vörugjaldanna. Þá segir hann skipta máli hvernig aðrir á markaðnum framkvæmi þetta. „Það er engin bein lína í þessu heldur verður að skoða ýmislegt,“ segir hann og bætir við að vinnan sé tímafrek og kostnaðarsöm. Vörugjöldin verði þó ekki innifalin í verði þeirra vara er koma með næstu sendingum.

Sykur lækkar töluvert í verði.
Sykur lækkar töluvert í verði. Ernir Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri Samkaups segir að engin bein línu sé til að …
Framkvæmdastjóri Samkaups segir að engin bein línu sé til að fara eftir við framkvæmdina. Sverrir Vilhelmsson
mbl.is