Breytingum á lánum lýkur í vikunni

Breytingum á lánum lýkur í vikunni

Talsverð vinna hefur verið við að keyra í gegn breytingar í kerfi Íbúðalánasjóðs vegna höfuðstólslækkunar íbúðalána en gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í þessari viku samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum.

Breytingum á lánum lýkur í vikunni

Skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar | 7. janúar 2015

mbl.is/Hjörtur

Talsverð vinna hefur verið við að keyra í gegn breytingar í kerfi Íbúðalánasjóðs vegna höfuðstólslækkunar íbúðalána en gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í þessari viku samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum.

Talsverð vinna hefur verið við að keyra í gegn breytingar í kerfi Íbúðalánasjóðs vegna höfuðstólslækkunar íbúðalána en gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í þessari viku samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum.

Greiðsluseðlar sem sendir eru út fram að þeim tíma verða fyrir vikið enn með óbreytttu láni, en upp frá því berast greiðsluseðlar sem taka mið af leiðréttu láni. 

Höfuðstólslækkun vegna tæplega 10 þúsund lána hjá Íbúðalánasjóði hefur verið samþykkt samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum en heildarfjöldi lána hans sem aðgerðin nær til er mun meiri. 

mbl.is