Fjöldi tilkynninga til verðlagseftirlits ASÍ hefur aukist töluvert eftir áramót, þegar breytingar á lögum um virðisaukaskatt og vörugjöld tóku gildi, en þær hafa áhrif á verðlag á allflestum vöru- og þjónustuliðum.
Fjöldi tilkynninga til verðlagseftirlits ASÍ hefur aukist töluvert eftir áramót, þegar breytingar á lögum um virðisaukaskatt og vörugjöld tóku gildi, en þær hafa áhrif á verðlag á allflestum vöru- og þjónustuliðum.
Fjöldi tilkynninga til verðlagseftirlits ASÍ hefur aukist töluvert eftir áramót, þegar breytingar á lögum um virðisaukaskatt og vörugjöld tóku gildi, en þær hafa áhrif á verðlag á allflestum vöru- og þjónustuliðum.
Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir ýmsar spurningar brenna á fólki. „Fólk er að velta því fyrir sér hvað sé að breytast í verði og hvernig. T.d. er verðið á sumum bílavarahlutum að breytast en verðið á öðrum breytist hins vegar ekki,“ segir hún. „Það eru að koma inn fleiri ábendingar og við fáum fleiri símtöl.“
Á vefsíðunni „Vertu á verði“ getur fólk sent inn ábendingar um verðbreytingar. Henný segir síðuna vera upplýsingavettvang fyrir ASÍ sem getur orðið kveikjan að verðlagskönnunum. Þá sé hún einnig beint aðhald neytenda og segir hún verslanir stundum bregðast við og hafa samband þegar ábending birtist á síðunni. Meðal nýlegra færslna er ábending um verð á Villeroy & Boch vaski sem fyrir jól kostaði 152.148 krónur. Eftir áramót, þegar vörugjöldin höfðu verið afnumin, kostaði hann hins vegar 179.995 krónur.
Henný segir ASÍ fylgjast með framgangi mála og reiknar hún með að verðsamanburður á matarkörfum verði bráðlega birtur.
Hægt er að reikna út áætlaðar breytingar á vöruverði vegna breytinga á virðisaukaskatti og afnámi vörugjalda þann á heimasíðu ASÍ.