Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands veitti í dag samningaráði sambandsins umboð til að vísa kjaradeilu þess við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Starfsgreinasambandið fer með umboð 16 aðildarfélaga um allt land og semur fyrir rúmlega 12 þúsund manns á almennum vinnumarkaði.
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands veitti í dag samningaráði sambandsins umboð til að vísa kjaradeilu þess við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Starfsgreinasambandið fer með umboð 16 aðildarfélaga um allt land og semur fyrir rúmlega 12 þúsund manns á almennum vinnumarkaði.
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands veitti í dag samningaráði sambandsins umboð til að vísa kjaradeilu þess við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Starfsgreinasambandið fer með umboð 16 aðildarfélaga um allt land og semur fyrir rúmlega 12 þúsund manns á almennum vinnumarkaði.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá SGS.
Þá segir, að launakröfur Starfsgreinasambandsins hafi verið birtar Samtökum atvinnulífsins á fundi í húsnæði ríkissáttasemjara mánudaginn 26. janúar. Þar hafi fulltrúar Samtaka atvinnulífsins lýst því strax yfir að kröfugerðin gæti ekki orðið grundvöllur að samningagerð og höfnuðu frekari viðræðum við samninganefnd Starfsgreinasambandsins.
„Á fundi formanna aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins, sem haldin var í dag, var vonbrigðum lýst með þessi viðbrögð Samtaka atvinnulífsins, sem endurspegli mikið ábyrgðarleysi. Kjarasamningar muni ekki nást nema deiluaðilar ræðist við. Með viðbrögðum sínum hafi Samtök atvinnulífsins hins vegar ákveðið að skila auðu.
Í ljósi þessara viðbragða undirbúa aðildarfélög Starfsgreinasambandsins nú að vísa deilunni til ríkissáttasemjara og hefja undirbúning aðgerða,“ segir SGS.