Sekt Hannesar óyggjandi

Rannsókn sérstaks saksóknara | 29. janúar 2015

Sekt Hannesar óyggjandi

Óyggjandi er að Hannes Smárason hafi látið millifæra fjármuni sem námu 2,87 milljörðum króna í eigu FL Group af reikningi félagsins í Kaupþingi Lúxemburg á reikning eignahaldsfélagsins Fons og undirbúið hana þann 25. apríl 2005. Meðal annars með stofnun umrædds bankareiknings. Þetta kom fram í málflutningi ákæruvaldsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en Hannes er ákærður í málinu fyrir fjárdrátt fyrir að hafa millifært upphæðina án þess að hafa til þess heimildir.

Sekt Hannesar óyggjandi

Rannsókn sérstaks saksóknara | 29. janúar 2015

Hannes Smárason í héraðsdómi.
Hannes Smárason í héraðsdómi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Óyggjandi er að Hannes Smárason hafi látið millifæra fjármuni sem námu 2,87 milljörðum króna í eigu FL Group af reikningi félagsins í Kaupþingi Lúxemburg á reikning eignahaldsfélagsins Fons og undirbúið hana þann 25. apríl 2005. Meðal annars með stofnun umrædds bankareiknings. Þetta kom fram í málflutningi ákæruvaldsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en Hannes er ákærður í málinu fyrir fjárdrátt fyrir að hafa millifært upphæðina án þess að hafa til þess heimildir.

Óyggjandi er að Hannes Smárason hafi látið millifæra fjármuni sem námu 2,87 milljörðum króna í eigu FL Group af reikningi félagsins í Kaupþingi Lúxemburg á reikning eignahaldsfélagsins Fons og undirbúið hana þann 25. apríl 2005. Meðal annars með stofnun umrædds bankareiknings. Þetta kom fram í málflutningi ákæruvaldsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en Hannes er ákærður í málinu fyrir fjárdrátt fyrir að hafa millifært upphæðina án þess að hafa til þess heimildir.

„Hann og enginn annar kom til leiðar þessari millifærslu til Fons,“ sagði Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari í málflutningi sínum. Þetta sýndi bæði framburður vitna og skjalleg gögn fram á. Gögn málsins og framburður vitna sýndu að sama skapi fram á að Pálmi Haraldsson eigandi Fons og Hannes ráðgerðu að FL Group kæmi að kaupum Fons á lággjaldaflugfélaginu Sterling. Millifærslan hafi verið hlutur FL Group í þeim viðskiptum. Samþykki fyrir því hafi hins vegar ekki legið fyrir af hálfu stjórnar FL Group og málinu beinlínis haldið leyndu fyrir stjórnendum félagsins.

Hannes gat einn fengið upplýsingarnar

Finnur sagði ákæruvaldið ekki ætla að fullyrða að þessi viðskipti hafi verið geirnegld en þau hafi í það minnsta verið langt komin. Hins vegar væri alveg ljóst að millifærslan hafi átt sér stað og að Hannes hafi haft forræði á því máli og verið drifkrafturinn að baki þess. Starfsmenn Kaupþings í Lúxemburg hafi staðfest það og starfsmenn og stjórnendur FL Group sem reynt hafi að fá upplýsingar um reikninginn og stöðu hans hafi verið neitað um þær með vísan í bankaleynd og að sá eini sem hefði rétt á þeim væri Hannes.

Eftir að peningarnir hafi verið komnir á reikning FL Group í Lúxemburg hafi vitneskju starfsmanna og stjórnenda félagsins um málið þannig lokið. Enginn stjórnandi FL Group hafi þannig vitað annað en að fjármunirnir hefðu verið um kyrrt á reikningnum í Kaupþing Lúxemburg. Upplýsingar hafi hins vegar kvisast út og einstakir stjórnendur þrýst á Hannes vegna málsins sem hafi orðið til þess að fjármununum var að lokum skilað með vöxtum um tveimur mánuðum eftir að þeir voru millifærðir á reikning Fons. Endurgreiðslan hafi verið fjármögnuð með láni frá Kaupþingi í Lúxemburg og Hannes gengist í persónulegar ábyrgðir vegna lánsins.

Finnur sagði að þannig héldi eini maðurinn sem hafi mátt fá upplýsingar um reikning FL Group, það er Hannes, því fram að hann vissi ekkert um málið. Gögn málsins og framburður vitna sýndi hins vegar fram á annað. Ákæruvaldið fer fram á að Hannes verði sakfelldur fyrir fjárdrátt og gerð refsing auk þess að vera dæmdur til að greiða málskostnað. Til vara að hann verði sakfelldur fyrir umboðssvik.

mbl.is