Heldur baráttunni áfram

Egyptaland | 2. febrúar 2015

Heldur baráttunni áfram

Ástralski blaðamaðurinn Peter Greste ætlar að halda áfram að  berjast fyrir lausn félaga sinna sem enn sitja í fangelsi í Egyptalandi, að sögn fjölskyldu hans í dag. Greste var látinn laus úr fangelsi í Egyptalandi í gær en hann hefur setið á bak við lás og slá í meira en 400 daga. Hann var ákærður fyrir stuðning við Bræðralag múslíma.

Heldur baráttunni áfram

Egyptaland | 2. febrúar 2015

Ástralski blaðamaðurinn Peter Greste ætlar að halda áfram að  berjast fyrir lausn félaga sinna sem enn sitja í fangelsi í Egyptalandi, að sögn fjölskyldu hans í dag. Greste var látinn laus úr fangelsi í Egyptalandi í gær en hann hefur setið á bak við lás og slá í meira en 400 daga. Hann var ákærður fyrir stuðning við Bræðralag múslíma.

Ástralski blaðamaðurinn Peter Greste ætlar að halda áfram að  berjast fyrir lausn félaga sinna sem enn sitja í fangelsi í Egyptalandi, að sögn fjölskyldu hans í dag. Greste var látinn laus úr fangelsi í Egyptalandi í gær en hann hefur setið á bak við lás og slá í meira en 400 daga. Hann var ákærður fyrir stuðning við Bræðralag múslíma.

Greste, sem starfar fyrir enskumælandi hluta Al-Jazeera-sjónvarpsstöðvarinnar, flaug til Kýpur í gærkvöldi ásamt bróður sínum, Michael, eftir að hafa verið látinn laus úr Tora-fangelsinu í Kaíró í gær, samkvæmt upplýsingum sem AFP-fréttastofan fékk hjá egypskum yfirvöldum í dag.

Greste var handtekinn ásamt félögum sínum, Mohamed Fahmy og Baher Mohamed, í desember 2013 og voru þeir sakaðir um að styðja við samtökin Bræðralag múslíma sem eru bönnuð í Egyptalandi.

Handtaka þeirra vakti mikla reiði víða um heim og kröfðust meðal annars stjórnvöld í Washington og Sameinuðu þjóðirnar þess að þeir yrðu látnir lausir.

„Hann ætlar ekki að gleyma félögum sínum tveimur,“ segir Andrew bróðir Grestes í símaviðtali við AFP-fréttastofuna í morgun. „Hann bað mig að koma því til skila að hann muni ekki hætta baráttunni ... þeir eru alsaklausir líkt og ég,“ hefur Andrew eftir bróður sínum.

Foreldrar Greste lýstu yfir hamingju sinni með lausn hans á blaðamannafundi í Brisbane í dag. En Peter Greste er kominn til Kýpur að sögn föður hans, Juris, og ekki er vitað hvenær hann kemst heim til Ástralíu. 

Al-Jazeera-sjónvarpsstöðin hefur boðað herferð til þess að vinna að því að hinir fjölmiðlamennirnir tveir verði einnig látnir lausir úr haldi. „Við munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en Baher og Mohamed verða einnig látnir lausir,“ segir Mostefa Souag, starfandi framkvæmdastjóri Al-Jazeera Media Network.

Greste, sem varð 49 ára í fangelsinu, hafði unnið fyrir nokkrar fréttastofur, þar á meðal Reuters og BBC, áður en hann hóf störf fyrir Al-Jazeera English.

Hann var fréttaritari BBC í Kabúl árið 1995 og sneri þangað aftur árið 2001 þegar Bandaríkjaher gerði innrás í Afganistan.

Frá árinu 2009 starfaði hann frá Naíróbí í Kenía og fékk meðal annars Peabody-verðlaunin árið 2011.

Frétt BBC

Juris Greste, faðir Peter Greste, Andrew bróðir Peters og móðir …
Juris Greste, faðir Peter Greste, Andrew bróðir Peters og móðir blaðamannsins, Lois Greste ( AFP
Peter Greste
Peter Greste EPA
mbl.is