Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur taki um mánuð en hún hefst samkvæmt dagskrá dómstólsins 20. apríl og er reiknað með að henni ljúki 19. maí.
Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur taki um mánuð en hún hefst samkvæmt dagskrá dómstólsins 20. apríl og er reiknað með að henni ljúki 19. maí.
Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur taki um mánuð en hún hefst samkvæmt dagskrá dómstólsins 20. apríl og er reiknað með að henni ljúki 19. maí.
Málið er eitt það umfangsmesta sem sérstakur saksóknari hefur sent frá sér en ákærðu er gefið að sök að hafa í sameiningu stundað markaðsmisnotkun með hlutabréf sem Kaupþing gaf út. Í ákærunni segir sérstakur saksóknari að mörg brotanna hafi verið þaulskipulögð, staðið yfir í langan tíma og varðað gríðarlegar fjárhæðir. Meðal hinna ákærðu í málinu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, fyrrverandi forstjórar bankans og Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi.
Aðrir eru Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta í bankanum, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, Bjarki H. Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings, Birnir Sær Björnsson og Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi verðbréfasalar eigin viðskipta í Kaupþingi, og Björk Þórarinsdóttir sem sat í lánanefnd kaupþings og starfaði á fyrirtækjasviði.
Frétt mbl.is: Óvíst hver vildi fresta málinu