Bobbi Kristina, dóttir Whitney Houston heitinnar og Bobbys Brown, átti í ástarsambandi við uppeldisbróður sinn, munaðarlausan pilt sem Houston tók að sér er hann var unglingur. Hún ættleiddi hann aldrei formlega.
Bobbi Kristina, dóttir Whitney Houston heitinnar og Bobbys Brown, átti í ástarsambandi við uppeldisbróður sinn, munaðarlausan pilt sem Houston tók að sér er hann var unglingur. Hún ættleiddi hann aldrei formlega.
Bobbi Kristina, dóttir Whitney Houston heitinnar og Bobbys Brown, átti í ástarsambandi við uppeldisbróður sinn, munaðarlausan pilt sem Houston tók að sér er hann var unglingur. Hún ættleiddi hann aldrei formlega.
Mjög takmarkaðar og oft villandi upplýsingar hafa skotið upp kollinum í kjölfar þess að Bobbi Kristina fannst meðvitundarlaus í baðkari fyrir nokkrum dögum. Því hefur verið haldið fram að hún sé heiladauð, en það hefur ekki verið staðfest. Einnig hefur komið fram að fjölskyldan hafi safnast saman á sjúkrahúsinu til að kveðja hana. Faðir hennar, Bobby Brown, hefur hafnað því í yfirlýsingu.
Þá hefur einnig komið fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Nick Gordon, uppeldisbróður sinn, og einnig að þau hafi verið gift. Lögfræðingur Brown hefur hins vegar sagt að þau hafi aldrei verið gift en ekki dregið til baka fréttir um að þau hafi verið elskendur. CNN segist hafa heimildir fyrir því að áverkar hafi verið á líkama Bobbi Kristinu.
Uppfært kl. 22: Lögreglan hefur nú hafið opinbera rannsókn á því hvort Gordon eigi þátt í því að Bobbi Kristina fannst meðvitundarlaus.
„Ef við myndum gefa út yfirlýsingu í hvert sinn sem fjölmiðlar fara rangt með þá myndum við þurfa að gera það stöðugt allan sólarhringinn,“ sagði í yfirlýsingu frá Bobby Brown í vikunni.
Bobbi Kristina er 21 árs. Fréttaveitan TMZ heldur því fram að læknar hafi ráðlagt Brown að taka dóttur sína úr öndunarvél en að það vilji hann ekki gera fyrr en eftir helgina.
Stúlkunni hefur verið haldið sofandi í öndunarvél frá því að vinur hennar, Maxwell Byron Lomas, kom að henni rænulausri í baðkari. Fram kom að unnustinn, Nick Gordon hefði reynt endurlífgun.
„Lomas tók hana strax upp úr vatninu og hringdi á neyðarlínuna og lét einnig aðra í húsinu vita,“ segir lögmaður Lomas við AP-fréttaveituna. „Hann reyndi allt sem hann gat til að endurlífga hana þar til sjúkrabíll kom á vettvang.“
Lomas þessi er góðkunningi lögreglunnar. Hann var handtekinn í janúar og vegna gruns um ólöglega vopnaeign og vörslu fíkniefna. Lögreglan fann í fyrstu engin ummerki um fíkniefnanotkun í íbúð Bobbi Kristinu. TMZ heldur því hins vegar fram að fíkniefni hafi fundist við ítarlegri leit í íbúðinni. Þetta hefur lögreglan ekki staðfest.
Enn hefur því ekkert komið fram um hvers vegna Bobbi Kristina endaði rænulaus í baðkari. Það er hins vegar óhugnanlega líkt örlögum móður hennar sem fannst látin í baðkari á hóteli hinn 11. febrúar árið 2012, 48 ára gömul. Houston hafði drukknað eftir að hafa tekið inn fíkniefni.
„Hún var ekki aðeins móðir mín heldur minn besti vinur,“ sagði Bobbi Kristina í viðtali við Opruh Winfrey árið 2012.
Fjölskyldum þeirra Houston og Brown kom ekki vel saman. Árið 2013 sagði Cissy Houston, móðir Whitney, í viðtali við Opruh að henni væri ekki beint illa við Bobby Brown. „En mér líkar ekki sértaklega hvernig hann kom fram við dóttur mína.“
Bobbi Kristina sleit sambandi við ömmu sína, Cissy, fyrir nokkru og skammaði hana m.a. fyrir að gefa út bók um Whitney. Hún sagðist aldrei ætla að lesa þessa bók um móður sína. Cissy skrifaði opið bréf til barnabarnsins og sagðist vona að einn daginn ætti hún eftir að lesa bókina og skilja hvers vegna hún hefði viljað skrifa hana um þessa „elskuðu litlu stúlku“ sem Whitney var.
Brown og Houston skildu árið 2007. Hann lét sig hverfa snemma úr jarðarför fyrrverandi eiginkonunnar þar sem honum var bannað að sitja við hlið dóttur sinnar, Bobbi Kristina, í kirkjunni. Fréttir herma að þau feðgin ræðist ekki við.
Bobbi Kristina var eini erfingi móður sinnar. Hún og unnustinn, Gordon, báru hringi, sem virtust giftingahringir, og töluðu oft um hvort annað sem eiginkonu og eiginmann á Twitter. Frænka Bobbi Kristinu fékk nálgunarbann á Gordon á síðasta ári. En frænkan, Pat Houston, er fjárhaldsmaður Bobbi Kristinu. Fréttir herma að Gordon hafi farið fram á að Bobbi fengi hærri mánaðarlegar greiðslur úr sjóði sínum em því hafði Pat hafnað.