22 tróðust undir á knattspyrnuleik

Egyptaland | 9. febrúar 2015

22 tróðust undir á knattspyrnuleik

Tuttugu og tveir létust og að minnsta kosti 25 eru slasaðir eftir að þúsundir knattspyrnuaðdáenda reyndu að troðast upp á áhorfendapalla vallarins í Kaíró síðdegis í gær.

22 tróðust undir á knattspyrnuleik

Egyptaland | 9. febrúar 2015

Tuttugu og tveir létust og að minnsta kosti 25 eru slasaðir eftir að þúsundir knattspyrnuaðdáenda reyndu að troðast upp á áhorfendapalla vallarins í Kaíró síðdegis í gær.

Tuttugu og tveir létust og að minnsta kosti 25 eru slasaðir eftir að þúsundir knattspyrnuaðdáenda reyndu að troðast upp á áhorfendapalla vallarins í Kaíró síðdegis í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá fólki sem var á vellinum tróðust flestir sem létust undir þvögunni en lögregla brást við með því að beita táragasi og gúmmíkúlum til þess að reyna að dreifa mannfjöldanum.

Þrátt fyrir ringulreiðina og átökin hélt leikurinn áfram sem magnaði ófriðarbálið enn frekar á áhorfendapöllunum.

Vegna þessa hefur forsætisráðuneytið lagt bann við frekari leikjum í úrvalsdeildinni í Egyptalandi.

Almenningi bauðst að sjá leikinn milli Zamalek og Enbi, ólíkt flestum öðrum leikjum í egypsku knattspyrnunni en þar hafa ríkt strangar reglur þar að lútandi síðan yfir sjötíu tróðust undir í átökum á knattspyrnuvellinum í Port Said árið 2012.

Innanríkisráðuneytið hafði heimilað sölu á 10 þúsund miðum á leikinn en þeir seldust strax upp. Þúsundir aðdáenda, sem ekki áttu miða, mættu á völlinn og reyndu að komast upp í stúkuna miðalausir. Þegar lögregla reyndi að dreifa fjöldanum svöruðu fylgismenn Zamlek með því að skjóta upp flugeldum að lögreglu. Því var svarað með táragasi og gúmmíkúlum af hálfu lögreglunnar.

mbl.is