Fyrsti sáttafundur Starfsgreinasambandsins og SA hjá ríkissáttasemjara fer fram í dag. Viðræðurnar hafa hingað til lítið gengið.
Fyrsti sáttafundur Starfsgreinasambandsins og SA hjá ríkissáttasemjara fer fram í dag. Viðræðurnar hafa hingað til lítið gengið.
Fyrsti sáttafundur Starfsgreinasambandsins og SA hjá ríkissáttasemjara fer fram í dag. Viðræðurnar hafa hingað til lítið gengið.
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að ekki verði lagðar fram breyttar kröfur af hálfu sambandsins á fundinum í dag. „Við höfum lagt fram okkar kröfugerð og núna ræður ríkissáttasemjari ferðinni.“
Þá var Björn spurður hvort ráðist yrði í undirbúning verkfalla yrði fundurinn árangurslaus. „Það fer allt eftir því hvernig fundurinn fer en auðvitað eru menn farnir að skoða stöðuna og hugleiða það ef ekkert gengur. Verið er að kjósa verkfallsnefndir í öllum félögunum þannig að menn eru að undirbúa sig,“ segir Björn.