Guðlaug Sigríður Tryggvadóttir datt út úr síðasta Biggest Loser þætti. Hún var ekki sérlega ánægð með það þegar Smartland Mörtu Maríu náði tali af henni. Guðlaug var 121,9 kg þegar hún byrjaði í Biggest Loser.
Guðlaug Sigríður Tryggvadóttir datt út úr síðasta Biggest Loser þætti. Hún var ekki sérlega ánægð með það þegar Smartland Mörtu Maríu náði tali af henni. Guðlaug var 121,9 kg þegar hún byrjaði í Biggest Loser.
Guðlaug Sigríður Tryggvadóttir datt út úr síðasta Biggest Loser þætti. Hún var ekki sérlega ánægð með það þegar Smartland Mörtu Maríu náði tali af henni. Guðlaug var 121,9 kg þegar hún byrjaði í Biggest Loser.
„Ég var alls ekki tilbúin að fara heim og langaði það alls ekki. Ég var búin að vera þarna í þrjár vikur og vildi vera lengur,“ segir Guðlaug. Hún segist hafa verið töluvert lengi að ná áttum og erfiðast fannst henni að þurfa sjálf að koma sér í rútínu eftir að hún kom heim og þá sérstaklega að kaupa í matinn og passa mataræðið. Hún vandist því fljótt og var óhrædd við að hringja í Gurrý eða Evert, þjálfara Biggest Loser-keppenda, og fá góð ráð hjá þeim varðandi matarinnkaup og fleira.
„Þegar ég kom heim fór ég beint í hendurnar á rosalega góðum þjálfara, Heiðrúnu Sigurðardóttur, og fékk mikinn stuðning frá henni,“ segir Guðlaug.
Aðspurð hvað hafi verið erfiðast eftir að hún kom heim segir hún að það hafi verið að passa mataræðið.
„Ég hef aldrei verið mikill sykurfíkill en ég er mikið fyrir djúsí mat. Oft hefur mér fundist auðveldara að borða í sjoppum í staðinn fyrir að elda mér eitthvað. Þetta hefur verið minn stærsti ókostur í gegnum tíðina og svo hef ég borðað mikið af snakki þess á milli. Það var mjög mikil óreiða á mataræði mínu. Þegar ég keyrði olíubíl þá gerðist það mjög oft að ég borðaði ekkert allan daginn eða í 12 tíma og hakkaði svo í mig sjoppumat áður en ég kom heim til mín á kvöldin.“
Guðlaug hefur reynt að halda sig við Ásbrúar-mataræðið síðan hún kom heim og hefur haft fisk, kjöt og kjúkling á matseðlinum ásamt grænmeti og ávöxtum. „Ef ég fæ mér tortillu þá passa ég mig á því að hún sé úr heilhveiti og einstaka sinnum hef ég borðað heilkorna flatbrauð með osti. Annars hef ég haldið mig við mataræðið og borðað annaðhvort egg eða grænan sjeik í morgunmat. Í dag borðaði ég hálfan banana og hámark eftir æfingu,“ segir hún.
Guðlaug er ennþá í einkaþjálfun hjá Heiðrúnu og svo var hún svo heppin að fá gefins Crossfit-námskeið og er hún á því. Þetta gerir það að verkum að stundum æfir hún tvisvar á dag. Auk þess fékk hún gefins grunnnámskeið í bardagalist og svo styrkti Eyjafjarðarsveit hana og gaf henni sundkort.
„Ég var alltaf styrktaraðili að líkamsræktarstöðinni Átaki en núna nota ég áskriftina mína og sé ekki eftir peningunum.“
Það að taka þátt í annarri seríu af Biggest Loser Ísland hefur snúið tilveru Guðlaugar á hvolf. „Samskipti mín við fjölskyldu og vini eru miklu betri og svo er ég í björgunarsveit og það hefur mikið breyst þar. Nú get ég tekið þátt í útköllum sem ég gat ekki áður. Ég var alltaf mikið í hestum en eftir að ég varð svona þung þá gat ég ekki farið á hestbak. Nú er ég að kynnast hestamennskunni upp á nýtt. Það að léttast breytir bara öllu,“ segir hún og játar að hún sé upptekin af litlu hlutunum og taki betur eftir.
„Það er svo margt sem ég get núna sem ég gat ekki áður eftir að hafa létt mig. Það er til dæmis auðveldara að reima skóna og nú get ég setið með krosslagða fætur. Það gat ég ekki áður.“
Guðlaug segir að lundarfarið hafi tekið miklum breytingum. Lundin sé miklu léttari nú en áður. „Þunglyndi herjaði á mig út af ástandinu. Það er miklu skemmtilegra að vera í kringum mig núna. Ég er miklu jákvæðari út í allt og allt.“