Sex ára rannsókn á Al Thani-málinu er ekki langur tími í alþjóðlegum samanburði. Þetta sagði Eva Joly, þingmaður á Evrópuþinginu og fyrrverandi rannsóknardómari, aðspurð í Kastljósi Ríkisútvarpsins í kvöld.
Sex ára rannsókn á Al Thani-málinu er ekki langur tími í alþjóðlegum samanburði. Þetta sagði Eva Joly, þingmaður á Evrópuþinginu og fyrrverandi rannsóknardómari, aðspurð í Kastljósi Ríkisútvarpsins í kvöld.
Sex ára rannsókn á Al Thani-málinu er ekki langur tími í alþjóðlegum samanburði. Þetta sagði Eva Joly, þingmaður á Evrópuþinginu og fyrrverandi rannsóknardómari, aðspurð í Kastljósi Ríkisútvarpsins í kvöld.
Spurð hvort það gæti ekki verið slæmt fyrir sakborninga að hafa stöðu grunaðra í svo langan tíma og vera síðan kannski sýknaðir sagði Joly að fólk ætti rétt á málsmeðferð sem tæki eðlilegan tíma og það hefði verið raunin í þessu tilfelli. Joly sagði Íslendinga hafa náð árangri í rannsóknum á brotum innan fjármálastofnunum sem ekki hefði náðst annars staðar. Annars staðar hefðu fyrirtæki verið sektuð en stjórnendur þeirra ekki verið dæmdir til refsingar. Íslendingar gætu verið stoltir af þessum árangri.
Joly sagðist ennfremur aðspurð ekki telja rétt að draga úr starfsemi embættis sérstaks saksóknara á þessum tímapunkti enda mörg mál á vegum þess enn í gangi í dómskerfinu. Hún sagðist telja að embættið hefði náð góðum árangri í störfum sínum. Rannsóknir á brotum í fjármálakerfinu hefðu veitt Íslendingum innsýn í hvað hefði gerst hér á landi og í í því fælust mikil verðmæti. Niðurstaðan til að mynda í Al Thani-málinu gerði ennfremur þeim sem fjárfest hefðu í Kaupþingi vegna brotanna möguleika á að fara í skaðabótamál gegn fyrrverandi stjórnendum bankans. Til að mynda með hópmálsókn.
Joly ræddi ennfremur um hvernig alþjóðleg fyrirtæki notuðu glufur í skattalögum til þess að koma hagnaði undan skatti hér á landi með gervilánum. Nefndi hún álfyrirtækið Alcoa sérstaklega í því sambandi. Slíkt framferði væri ólöglegt og senda þyrfti þau skilaboð að það yrði ekki liðið. Kanna þyrfti hér á landi með hvaða hætti væri staðið að slíkum málum.