„Engar fullnægjandi skýringar“

Rannsókn sérstaks saksóknara | 18. febrúar 2015

„Engar fullnægjandi skýringar“

Héraðsdómur Reykjavíkur segir að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna, gegn eindreginni neitun Hannesar Smárasonar, um að hann hafi látið millifæra 2,9 milljarða króna af bankareikningi FL Group yfir á bankareikning Fons 25. apríl 2005. Því var Hannes sýknaður af ásökunum um fjárdrátt. 

„Engar fullnægjandi skýringar“

Rannsókn sérstaks saksóknara | 18. febrúar 2015

Hannes Smárason var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í morgun.
Hannes Smárason var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í morgun. mbl.is/Þórður

Héraðsdómur Reykjavíkur segir að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna, gegn eindreginni neitun Hannesar Smárasonar, um að hann hafi látið millifæra 2,9 milljarða króna af bankareikningi FL Group yfir á bankareikning Fons 25. apríl 2005. Því var Hannes sýknaður af ásökunum um fjárdrátt. 

Héraðsdómur Reykjavíkur segir að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna, gegn eindreginni neitun Hannesar Smárasonar, um að hann hafi látið millifæra 2,9 milljarða króna af bankareikningi FL Group yfir á bankareikning Fons 25. apríl 2005. Því var Hannes sýknaður af ásökunum um fjárdrátt. 

Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í morgun.

Hannes, sem var starfandi stjórnarformaður FL Group á þeim tíma sem í ákæru greinir, neitaði sök. Í dómi héraðsdóms, segir að Hannes hefði neitað hafa haft þau áform sem segir í ákæru, þ.e. um þátttöku FL Group í kaupum Fons á Sterling Airlines „Ekkert er um þetta í gögnum málsins og engin vitnisburður utan vitnið Pálmi Kristinsson sem kvað þetta hafa borið á góma er ræddar voru ýmsar viðskiptahugmyndir,“ segir í dómi héraðsdóms.

Fram kom í röksemdarkafla ákærunnar, að sakargögn bentu til þess að millifærslan af reikningi FL Group í Kaupthing Bank Luxembourg (KBL) í apríl 2005 inn á reikning Fons í sama banka hefði tengst áformum Hannesar um þátttöku FL Group í kaupum Fons á Sterling Airlines og að um þessi áform Hannesar hefði þáverandi forstjóra, fjármálastjóra og öðrum stjórnarmeðlimum en Hannesi verið ókunnugt og engin ákvörðun hefði verið tekin um þetta af hálfu félagsins. 

Engin gögn til staðar um millifærsluna hjá Kaupthing Bank Luxembourg

Í dómnum segir ennfremur, að engin gögn væru til staðar frá KBL um millifærsluna á reikning Fons. Tekið er fram að vitni sem störfuðu við bankanna á þeim tíma sem um ræðir hafi ekkert getað upplýst um þetta. Þá bendi sum gögn frá bankanum til þess að engin millifærsla til Fons hafi átt sér stað og féð á bankareikningnum hafi allan tímann verið FL Group aðgengilegt. 

„Allt sætir þetta nokkurri furðu og engar fullnægjandi skýringar hafa komið fram um þetta. Ákæruvaldið verður að bera hallan vegna algjörs skorts á gögnum frá KBL um millifærsluna til Fons auk þess sem engin vitnisburður skýrir hana eins og rakið hefur verið.

Að öllu ofanrituðu virtu og öðrum gögnum málsins er ósannað, gegn eindreginni neitun ákærða, að hann hafi látið millifæra 2.875.000.000 króna af bankareikningi FL Group yfir á bankareikning Fons hinn 25. apríl 2005. Ber samkvæmt þessu að sýkna ákærða af fjárdrætti,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.

Ríkissjóður greiðir allan sakarkostnað

Í málinu var Hannes ákærður fyrir umboðssvik til vara, en í ákærunni kom fram að hann hefði með háttseminni misnotað þá aðstöðu sem hann fékk í krafti umboðs til ráðstöfunar á fjármunum FL Group á bankareikningi félagsins í KBL. Þannig hefði hann valdið FL Group verulegri fjártjónshættu með einhliða ráðstöfun fjármuna félagsins til Fons eignarhaldsfélags án þess að gera nokkrar ráðstafanir til að tryggja hagsmuni FL Group, en ráðstöfunin var ekki þáttur í viðskiptum félagsins.

Héraðsdómur segir að þar sem Hannes hafi verið sýknaður af því að hafa látið millifæra fjármuni af reikningi FL Group til Fons þá beri að sýkna Hannes einnig af umboðssvikum. 

Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin tæpar 10 milljónir króna málsvarnalaun verjanda Hannesar. 

Embætti sérstaks saksóknara hyggst leggja það til við ríkissaksóknara að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar.

mbl.is