Brotist inn til Playboy fyrirsætu

Arna Bára Karlsdóttir | 20. febrúar 2015

Brotist inn til Playboy fyrirsætu

Playboy fyrirsætan og hárgreiðslustofueigandinn Arna Bára Karlsdóttir varð fyrir því óláni að brotist var inn til hennar meðan hún var í útlöndum. Pressan.is greinir frá því að Arna Bára og unnusti hennar, Heiðar Árnason, hafi nýverið fest kaup á íbúðinni og hafi eytt miklum fjármunum í að gera íbúðina huggulega. 

Brotist inn til Playboy fyrirsætu

Arna Bára Karlsdóttir | 20. febrúar 2015

Arna Bára Karlsdóttir.
Arna Bára Karlsdóttir. Ljósmynd/Ólafur Harðarson

Playboy fyrirsætan og hárgreiðslustofueigandinn Arna Bára Karlsdóttir varð fyrir því óláni að brotist var inn til hennar meðan hún var í útlöndum. Pressan.is greinir frá því að Arna Bára og unnusti hennar, Heiðar Árnason, hafi nýverið fest kaup á íbúðinni og hafi eytt miklum fjármunum í að gera íbúðina huggulega. 

Playboy fyrirsætan og hárgreiðslustofueigandinn Arna Bára Karlsdóttir varð fyrir því óláni að brotist var inn til hennar meðan hún var í útlöndum. Pressan.is greinir frá því að Arna Bára og unnusti hennar, Heiðar Árnason, hafi nýverið fest kaup á íbúðinni og hafi eytt miklum fjármunum í að gera íbúðina huggulega. 

Þegar parið kom heim til sín eftir ferðalag erlendis tók hún eftir því að hurðin var ólæst og þegar betur var að gáð sá hún að það stórsá á hurðinni. Hún segir að engu hafi verið stolið en ljóst sé að einhver hafi undirbúið íbúðina fyrir frekari þjófnað. 

„Mér líður ógeðslega illa heima hjá mér vitandi að einhver hafi verið hérna. Ég er búin að skipta um sylinder og setja upp öryggiskerfi,“ segir Arna Bára í samtali við Pressuna. 

Heiðar Árnason og Arna Bára Karlsdóttir.
Heiðar Árnason og Arna Bára Karlsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is