Sáttafundur Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands, sem fram fór í gær hjá Ríkissáttasemjara, skilaði litlum sem engum árangri.
Sáttafundur Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands, sem fram fór í gær hjá Ríkissáttasemjara, skilaði litlum sem engum árangri.
Sáttafundur Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands, sem fram fór í gær hjá Ríkissáttasemjara, skilaði litlum sem engum árangri.
„Það er augljóst mál að það er enn mjög mikill munur á milli aðila þegar kemur að launaliðum en við ræddum ýmsa aðra þætti sem báðir aðilar eru reiðubúnir að skoða saman,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í Morgunblaðinu í dag.
Fundurinn var stuttur og varð samkomulag um að funda aftur á þriðjudaginn í næstu viku. Þorsteinn segir launakröfur helstu hindrun samningaviðræðnanna og telur þar annars vegar ólíkar kröfur einstakra aðildarfélaga gera viðræðurnar snúnar og hins vegar að gríðarlega mikill munur sé á afstöðu samningsaðila um svigrúm til launahækkana.