Samflot iðnaðarmanna hefur verið að vinna í kröfugerð vegna komandi kjaraviðræðna við vinnuveitendur og verður hún lögð fram á fundi með viðsemjendum nk. föstudag.
Samflot iðnaðarmanna hefur verið að vinna í kröfugerð vegna komandi kjaraviðræðna við vinnuveitendur og verður hún lögð fram á fundi með viðsemjendum nk. föstudag.
Samflot iðnaðarmanna hefur verið að vinna í kröfugerð vegna komandi kjaraviðræðna við vinnuveitendur og verður hún lögð fram á fundi með viðsemjendum nk. föstudag.
„Staðan er frekar þung, heyrist mér. Það er almennt mjög lítið í gangi. Mér heyrist að atvinnurekendur séu mjög harðir og ekki á sömu nótum og við.“
Þetta segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sem er í samfloti með Samiðn, Félagi bókagerðarmanna, Matvís, Félagi hársnyrtisveina og VM, sem er félag vélstjóra og málmtæknimanna. „Ég held þetta geti orðið erfitt,“ bætir Kristján við, „en við erum lausnamiðaðir og reynum að finna leiðir til að klára þetta á góðan hátt.“