Fá ekki annan frest

SPRON-málið | 19. mars 2015

Það verður ekki gefinn annar frestur

Fyrirtaka í SPRON-málinu fór fram í morgun en verjendur í málinu óskuðu þann 2. febrúar sl. eftir fresti til þess að skila greinargerð í málinu. Engar greinargerðir voru hins vegar lagðar fram í morgun og gaf dómari verjendum frest þar til 9. apríl næstkomandi til þess að skila greinargerðum í málinu. Dómarinn í málinu, Pétur Guðgeirsson, tók það skýrt fram að ekki yrði gefinn annar frestur.

Það verður ekki gefinn annar frestur

SPRON-málið | 19. mars 2015

Frá fyrirtöku SPRON-málsins í héraðsdómi á síðasta ári.
Frá fyrirtöku SPRON-málsins í héraðsdómi á síðasta ári. mbl.is/Golli

Fyrirtaka í SPRON-málinu fór fram í morgun en verjendur í málinu óskuðu þann 2. febrúar sl. eftir fresti til þess að skila greinargerð í málinu. Engar greinargerðir voru hins vegar lagðar fram í morgun og gaf dómari verjendum frest þar til 9. apríl næstkomandi til þess að skila greinargerðum í málinu. Dómarinn í málinu, Pétur Guðgeirsson, tók það skýrt fram að ekki yrði gefinn annar frestur.

Fyrirtaka í SPRON-málinu fór fram í morgun en verjendur í málinu óskuðu þann 2. febrúar sl. eftir fresti til þess að skila greinargerð í málinu. Engar greinargerðir voru hins vegar lagðar fram í morgun og gaf dómari verjendum frest þar til 9. apríl næstkomandi til þess að skila greinargerðum í málinu. Dómarinn í málinu, Pétur Guðgeirsson, tók það skýrt fram að ekki yrði gefinn annar frestur.

Fimm fyrrverandi stjórnendur sparisjóðsins eru ákærðir fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé sparisjóðsins í verulega hættu með því að fara út fyrir lánveitingarheimildir þegar Exista fékk lánaða tvo milljarða króna án trygginga í september árið 2008. Hinir ákærðu í málinu eru Guðmundur Örn Hauksson, Ari Bergmann Einarsson, Jóhann Ásgeir Baldurs, Margrét Guðmundsdóttir og Rannveig Rist.

VÍS lánaði SPRON þannig að SPRON gæti lánað Exista til að greiða VÍS 

Lánið þykir mjög óvenjulegt þar sem það var eina lánið sem stjórn sparisjóðsins samþykkti á árunum 2007 og 2008.  Þann 18. september 2008 veitti vátryggingafélagið VÍS fjögurra milljarða króna peningamarkaðslán til Exista og greiddi Exista lánið til baka 30. september, að hálfu með láninu frá SPRON.

Áður en SPRON lánaði Exista tvo milljarða fékk sparisjóðurinn peningamarkaðslán frá VÍS upp á sömu upphæð. Voru þannig þeir fjármunir sem VÍS lánaði SPRON lánaðir áfram til Exista til þess að fjármagna endurgreiðslu lánsins sem Exista fékk frá VÍS.

mbl.is