5 atriði sem drepa æfingastemninguna

Ágústa Johnson | 20. mars 2015

5 atriði sem drepa æfingastemninguna

„Margir þekkja það að byrja að æfa, vera við það að springa úr krafti og áhuga en finna svo fyrr en varir að áhuginn hefur dvínað mjög hratt og er skyndilega ekki til staðar lengur. 

5 atriði sem drepa æfingastemninguna

Ágústa Johnson | 20. mars 2015

Ágústa Johnson.
Ágústa Johnson.

„Margir þekkja það að byrja að æfa, vera við það að springa úr krafti og áhuga en finna svo fyrr en varir að áhuginn hefur dvínað mjög hratt og er skyndilega ekki til staðar lengur. 

„Margir þekkja það að byrja að æfa, vera við það að springa úr krafti og áhuga en finna svo fyrr en varir að áhuginn hefur dvínað mjög hratt og er skyndilega ekki til staðar lengur. 

Ef þú ert í stöðugum erfiðleikum með að halda þig við æfingarnar þínar kann að vera að einhver þessara 5 atriða séu að hefta þín fögru áform um að stunda ræktina samviskusamlega,“ segir Ágústa Johnson í sínum nýjasta pistli:

1. Þínar eigin hindranir

Ert þú e.t.v. að skapa þínar eigin hindranir með því að ofhugsa hlutina? Það er of hvasst, kalt eða blautt, „réttu“ æfingafötin eru í þvotti, hundurinn getur ekki verið einn heima, það verða mögulega of margir/of fáir í uppáhalds hóptímanum þínum, þú færð mögulega illt í tána. Spáðu í hvort þú ert of sannfærandi við sjálfa/n þig um að þú eigir gera eitthvað allt annað en að hreyfa þig.

2. Tóm leiðindi

Ef æfingakerfið þitt hefur ekki verið uppfært sl. áratug eða þar um bil er skiljanlegt að þú þjáist úr leiðindum á æfingum. Það er engin ástæða til að hamast langtímum saman á hlaupabrettinu. Stokkaðu upp æfingakerfið þitt, brjóttu það upp með fjölbreyttum snerpuæfingum.  Leitaðu til einkaþjálfara til að fá nýtt prógramm, farðu í skipulagða hóptíma sem henta þér, skoðaðu youtube og fáðu þínar eigin hugmyndir. Breyttu til reglulega og finndu nýjar leiðir til að æfingakerfið sé áskorun, skemmtilegt og árangursríkt.

3. Ástæðurnar ekki þær réttu

Rannsóknir sýna að fólk sem æfir fyrst og fremst með það að markmiði að bæta heilsuna er líklegra til að æfa að staðaldri og flétta þjálfun inn í sinn lífsstíl til frambúðar.  Á hinn bóginn þeir, sem þykir þjálfun henta vel sem skyndihjálp til að passa í fötin fyrir árshátíðina, eru líklegri til að gefast fljótt upp og hætta. Æfðu til að verða sterkari, stæltari og á allan hátt heilbrigðari. Sentimetrar eru jú líklegir til að fjúka líka en það er ekki aðalatriðið.  Betri heilsa og aukin lífsgæði er það sem gerir lífið betra.

4. Væntingarnar of miklar

Óraunhæfar væntingar eru ein algengasta ástæðan fyrir því að fólk hættir í ræktinni.  Ef „þvottabrettið“ lætur ekki sjá sig eftir viku gefast margir upp og hætta. Það tekur tíma að sjá árangur ef markmiðið er að losa sig við aukakíló. Margir átta sig ekki á að það tekur oft mun skemmri tíma að bæta á sig fitu en að losa sig við hana.  Mikilvægt er að gefa gaum að jákvæðu breytingunum sem þú upplifir eftir að mæta reglulega í ræktina.  Aukinn styrkur og liðleiki, betra þol, betri svefn, léttara skap og aukin orka er ávinningur sem hefur veruleg áhrif á það hvernig þér líður.  Slíkt er ómetanlegt og breytir algjörlega viðhorfi þínu til æfinganna.

5. Framfaradagbókin óskráð

Það er ótrúlega hvetjandi og skemmtilegt að halda skrá yfir þær framfarir sem þú nærð í ræktinni. Þegar þú skrifar allt niður getur þú reglulega litið yfir farinn veg og glaðst yfir hve langt þú hefur náð og það mun leiða til þess að þú vilt halda áfram að vinna nýja sigra. Skrifaðu niður markmiðin þín, t.d. hvað þú getur hlaupið langt á 5 mínútum, hvað þú getur gert margar armbeygjur og froskahopp og hvað eina fleira sem þér dettur í hug að verði þér hvatning.  Næst þegar þú upplifir stöðnun og áhugaleysi þarftu ekki annað að gera en að kíkja í dagbókina þína og þú færð innspýtinguna sem þú þarft.


Að lokum

Láttu ekki þessa „slökkvara“ halda þér frá leið þinni til betri heilsu og bættra lífsgæða.  Hafðu markmiðin þín við höndina og vertu viss um að  æfingarnar þínar séu fjölbreyttar og breyttu þeim oft til að forðast stöðnun og leiða. Regluleg þjálfun er eitt það allra besta sem þú getur gert fyrir sjálfa/n þig til að lifa lífinu full/ur orku og hreysti.

mbl.is