Bobbi Brown flutt af sjúkrahúsinu

Whitney Houston látin | 21. mars 2015

Bobbi Brown flutt af sjúkrahúsinu

Bobbi Kristina Brown, dóttir söngkonunnar Whitney Houston, hefur verið flutt á endurhæfingardeild þrátt fyrir að þetta þurfi ekki að vera merki um að ástand hennar sé að batna.

Bobbi Brown flutt af sjúkrahúsinu

Whitney Houston látin | 21. mars 2015

Bobbi Kristina Brownog Nick Gordon
Bobbi Kristina Brownog Nick Gordon AFP

Bobbi Kristina Brown, dóttir söngkonunnar Whitney Houston, hefur verið flutt á endurhæfingardeild þrátt fyrir að þetta þurfi ekki að vera merki um að ástand hennar sé að batna.

Bobbi Kristina Brown, dóttir söngkonunnar Whitney Houston, hefur verið flutt á endurhæfingardeild þrátt fyrir að þetta þurfi ekki að vera merki um að ástand hennar sé að batna.

Bobbi Kristina Brown, 21 árs hefur verið í dái síðan hún fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu þann 31. janúar sl.

Nokkrir fjölmiðlar, þar á meðal CNN og NBC, segja samkvæmt heimildum að Brown hafi verið flutt af Emory háskólasjúkrahúsinu í Atlanta og flutt á endurhæfingarstofnun í nágrenninu. Samkvæmt NBC er ástand hennar óbreytt.

RadarOnline.com segir að flutningurinn sé í samræmi við stefnu sjúkrahússins.

Whitney Houston lést í febrúar 2012 en hún fannst í baðkari á Beverly Hilton hótelinu í  Los Angeles kvöldið fyrir afhendingu Grammy-verðalaunanna.

mbl.is