Úr XL í M/L

Heilsuferðalagið | 6. maí 2015

Úr XL í M/L

„Nú er ég alveg viss um að sumarið er komið. Var í góðri göngu um Ástjörnina í Hafnarfirði um helgina og það er ákveðin lykt komin í loftið sem segir mér það. Bæði úti og í mínu hjarta er sólin farin að skína lengur hvern dag. Síðustu vikur eru búnar að vera svo skemmtilegar og jafnframt einnig erfiðar. Sumir dagar erfiðari en aðrir en allt orðið svo miklu léttara. Léttara að ganga, léttara að taka á því í ræktinni þó langt sé í að ég fari eitthvað að hlaupa að ráði, léttara að sinna áhugamálum og lundin léttari ekki bara út af hækkandi sól heldur líka af því að afrakstur erfiðisins er að koma í ljós,“ segir Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir sem tekur þátt í heilsuferðalagi Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar.

Úr XL í M/L

Heilsuferðalagið | 6. maí 2015

Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir.
Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Nú er ég alveg viss um að sumarið er komið. Var í góðri göngu um Ástjörnina í Hafnarfirði um helgina og það er ákveðin lykt komin í loftið sem segir mér það. Bæði úti og í mínu hjarta er sólin farin að skína lengur hvern dag. Síðustu vikur eru búnar að vera svo skemmtilegar og jafnframt einnig erfiðar. Sumir dagar erfiðari en aðrir en allt orðið svo miklu léttara. Léttara að ganga, léttara að taka á því í ræktinni þó langt sé í að ég fari eitthvað að hlaupa að ráði, léttara að sinna áhugamálum og lundin léttari ekki bara út af hækkandi sól heldur líka af því að afrakstur erfiðisins er að koma í ljós,“ segir Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir sem tekur þátt í heilsuferðalagi Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar.

„Nú er ég alveg viss um að sumarið er komið. Var í góðri göngu um Ástjörnina í Hafnarfirði um helgina og það er ákveðin lykt komin í loftið sem segir mér það. Bæði úti og í mínu hjarta er sólin farin að skína lengur hvern dag. Síðustu vikur eru búnar að vera svo skemmtilegar og jafnframt einnig erfiðar. Sumir dagar erfiðari en aðrir en allt orðið svo miklu léttara. Léttara að ganga, léttara að taka á því í ræktinni þó langt sé í að ég fari eitthvað að hlaupa að ráði, léttara að sinna áhugamálum og lundin léttari ekki bara út af hækkandi sól heldur líka af því að afrakstur erfiðisins er að koma í ljós,“ segir Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir sem tekur þátt í heilsuferðalagi Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar.

Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir hefur oft keypt sér föt sem hún ætlar að grennast í. Nú eru fötin í skápnum farin að passa enda rýrnar hún með hverjum deginum.

„Litlu hnullin á bakinu að hverfa, maginn að minnka, undirhakan að hverfa og ökklarnir farnir að koma í ljós, skórnir orðnir of stórir og fötin farin að hanga. En ég á nú ekki í vandræðum með það því ég eins og margar aðrar konur á margar deildir í fataskápnum XL deildin, L og M deildin já maður hefur verið eins og jójó á viktinni undanfarin ár og á því ýmsar stærðir í fataskápnum. Ég þarf ekkert að fara í Smáralind eða Kringluna þó það sé nú alltaf gaman ég gref bara aðeins innar í fataskápinn og finn eitthvað nýtt og fínt,“ segir Sigrún Lóa í sínum nýjasta pistli á Smartlandi Mörtu Maríu. 

Sigrún Lóa segist oft hafa keypt sér föt sem hún ætlar að grenna sig í og þess vegna eigi hún ansi fjölbreyttan fataskáp í öllum stærðum og gerðum.

„Ég hef nefnilega oft keypt mér föt sem ég ætla svo bara að grenna mig í en hefur ekki orðið að veruleika fyrr en núna. Hvað er yndislegra en að setja XL fötin í poka og komast í M/L fötin. Að vísu fór ég með stelpunum í heilsuferðalaginu í AIR.IS í Smáralindinni ...aha ég í íþróttabúð eitthvað sem ég hef gert lítið af.Í AIR.IS sem er með NIKE íþróttafatnað missti ég mig. Mig langaði í allt. Við fengum að velja okkur fatnað í boði AIR.IS og það var svo gaman, og já! Ég passaði í þessi föt og nú er ég ansi fín í ræktinni. Ég er líka farin að finna föt sem passa á mig í fataskápnum sem hafa verið þar ónotuð í 3-4 ár það er ekki leiðinlegt. Sumarkjólar, leðurjakkinn, sandalarnir og berir leggir - hér kem ég!

Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir.
Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir. Ómar Óskarsson
mbl.is