„Nú er allt of langt síðan ég skrifaði siðast en það er svo margt að gerast hjá mér núna,eitt sem mig langar að nefna, það er alveg ótrúlegt hvað mikið nammi er búið að vera í boði í vinnunni á þessum tíma, en mikið er ég heppinn að hafa alla þessa ávexti hjá mér, tölum ekki um allar veislurnar sem eru búnar að vera undanfarnar vikur. Þrátt fyrir allar þessar freistingar er ég búin að vera svakalega stabíl, enginn sykur kominn á borðið hjá mér, ég er alveg ákveðin að vera sykurlaus og klára þessa áskorun,“ segir Unnur Elva Arnardóttir í sínum nýjasta pistli en hún er ein af þeim fimm sem taka þátt í heilsuferðalagi Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar.
„Nú er allt of langt síðan ég skrifaði siðast en það er svo margt að gerast hjá mér núna,eitt sem mig langar að nefna, það er alveg ótrúlegt hvað mikið nammi er búið að vera í boði í vinnunni á þessum tíma, en mikið er ég heppinn að hafa alla þessa ávexti hjá mér, tölum ekki um allar veislurnar sem eru búnar að vera undanfarnar vikur. Þrátt fyrir allar þessar freistingar er ég búin að vera svakalega stabíl, enginn sykur kominn á borðið hjá mér, ég er alveg ákveðin að vera sykurlaus og klára þessa áskorun,“ segir Unnur Elva Arnardóttir í sínum nýjasta pistli en hún er ein af þeim fimm sem taka þátt í heilsuferðalagi Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar.
„Nú er allt of langt síðan ég skrifaði siðast en það er svo margt að gerast hjá mér núna,eitt sem mig langar að nefna, það er alveg ótrúlegt hvað mikið nammi er búið að vera í boði í vinnunni á þessum tíma, en mikið er ég heppinn að hafa alla þessa ávexti hjá mér, tölum ekki um allar veislurnar sem eru búnar að vera undanfarnar vikur. Þrátt fyrir allar þessar freistingar er ég búin að vera svakalega stabíl, enginn sykur kominn á borðið hjá mér, ég er alveg ákveðin að vera sykurlaus og klára þessa áskorun,“ segir Unnur Elva Arnardóttir í sínum nýjasta pistli en hún er ein af þeim fimm sem taka þátt í heilsuferðalagi Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar.
Unnur Elva hefur tekið heilsuferðalagið mjög alvarlega.
„Ég er orðin 9 kílóum léttari og farin að hlaupa 9 km, allt að gerast. Alveg ótrúlega gott að setja sér markmið. Í upphafi voru markmið mín að komast niður fyrir ákveðna tölu í þessum áfanga á vigtinni það stefnir allt í að það takist hjá mér.“
Unnur Elva þráir að geta hlaupið og er markmið hennar að ná að hlaupa 10 km á innan við klukkutíma. Hún er búin að skrá sig í fjarþjálfun í hlaupi.
„Já, eflaust hvá margir núna „fjarþjálfun í hlaupi“ hvað er það? Ég fæ sent núna í byrjun hverrar vikur í allt sumar prógramm sem ég fer eftir, þetta kemur til með að hjálpa mér að ná hlaupaárangri mínum. Önnur ástæðan fyrir því að ég er búin að skrá mig í hlaupahóp er að hafa eitthvað að stefna að þegar þessum 10 vikum lýkur.
Á þessum vikum sem liðnar eru er það tvennt sem stendur upp úr, númer eitt er að það skiptir klárlega miklu máli að hafa góða æfingafélaga, þegar maður fer af stað í svona vegferð þá er ekki gaman að gera það einn, hafa einhvern sem er að setja sér svipuð markmið skiptir miklu máli, númer tvö er að setja sér markmið, alls ekki fara af stað og hafa ekki markmið.“