Rodriguez birti mynd frá Leifsstöð

Channing Tatum | 12. maí 2015

Rodriguez birti mynd frá Leifsstöð

Bandaríski leikarinn Adam Rodriguez birti ljósmynd af sér í gær á Instagram frá Keflavíkurflugvelli þar sem hann bendir á Þotueggið utan við Leifsstöð. Í færslunni sem fylgir með myndinni spyr Rodriguez fylgjendur sína hvort þeir viti hvar hann er staddur og gefur þeim vísbendingu um að hann sé á flugvelli.

Rodriguez birti mynd frá Leifsstöð

Channing Tatum | 12. maí 2015

Adam Rodriguez er ekki jafn þekktur og Tatum en nýtur …
Adam Rodriguez er ekki jafn þekktur og Tatum en nýtur þó mikillar hylli meðal kvenþjóðarinnar.

Bandaríski leikarinn Adam Rodriguez birti ljósmynd af sér í gær á Instagram frá Keflavíkurflugvelli þar sem hann bendir á Þotueggið utan við Leifsstöð. Í færslunni sem fylgir með myndinni spyr Rodriguez fylgjendur sína hvort þeir viti hvar hann er staddur og gefur þeim vísbendingu um að hann sé á flugvelli.

Bandaríski leikarinn Adam Rodriguez birti ljósmynd af sér í gær á Instagram frá Keflavíkurflugvelli þar sem hann bendir á Þotueggið utan við Leifsstöð. Í færslunni sem fylgir með myndinni spyr Rodriguez fylgjendur sína hvort þeir viti hvar hann er staddur og gefur þeim vísbendingu um að hann sé á flugvelli.

„[Ég er] á leiðinni út að jökli þar sem ég mun búa næstu vikuna,“ skrifar Rodriguez og segir að hitastigið á jöklinum verði 1 til 2 gráður á Fahrenheit (-16 á celsius) yfir daginn þar sem hann mun eyða vikunni. „Ég vil ekki einu sinni hugsa um hversu kaldar næturnar verða.“

Rodriguez er hér á landi ásamt hjartaknúsaranum Channing Tatum sem eytt hefur síðasta sólarhring í að sitja fyrir á myndum með ungum Íslendingum, ef eitthvað er að marka samfélagsmiðla. Rodriguez er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Eric Delko í sjónvarpsþáttunum CSI: Miami en hann hefur jafnframt leikið í kvikmyndunum Magic Mike og Magic Mike XXL ásamt Channing Tatum.

<a href="https://instagram.com/p/2jPanEn7YB/" target="_top">Anyone know where I'm standing? Hint: It's an airport. Headed out to a glacier to live for the next week. Smiling now cause at 32•F it's still warm! 1-2 degrees F (during the day!) where I'm headed. Don't even want to think about how cold it'll be at night. #adventure #challenge #stepoutofyourcomfortzone</a>

A photo posted by Adam Rodriguez (@_adam_rodriguez) on May 11, 2015 at 10:50am PDT

mbl.is