Var með daglegan hausverk - hann er horfinn

Heilsuferðalagið | 13. maí 2015

Var með daglegan hausverk - hann er horfinn

„Nú er ég komin á góðan stað og er ég búin að ná efri mörkum kjörþyngdar í dag. Ég er 72 kíló og 172 cm á hæð, ég ætti því að vera á bilinu 59-74 kíló. Kjörþyngd mín er 66,5 kíló sem hljómar vel og ég stefni þangað á þessu ári,“ segir Kristín J. Rögnvaldsdóttir í sínum nýjasta pistli. Kristín er ein af þeim sem taka þátt í heilsuferðalagi Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar. 

Var með daglegan hausverk - hann er horfinn

Heilsuferðalagið | 13. maí 2015

Kristín J. Rögnvaldsdóttir.
Kristín J. Rögnvaldsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Nú er ég komin á góðan stað og er ég búin að ná efri mörkum kjörþyngdar í dag. Ég er 72 kíló og 172 cm á hæð, ég ætti því að vera á bilinu 59-74 kíló. Kjörþyngd mín er 66,5 kíló sem hljómar vel og ég stefni þangað á þessu ári,“ segir Kristín J. Rögnvaldsdóttir í sínum nýjasta pistli. Kristín er ein af þeim sem taka þátt í heilsuferðalagi Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar. 

„Nú er ég komin á góðan stað og er ég búin að ná efri mörkum kjörþyngdar í dag. Ég er 72 kíló og 172 cm á hæð, ég ætti því að vera á bilinu 59-74 kíló. Kjörþyngd mín er 66,5 kíló sem hljómar vel og ég stefni þangað á þessu ári,“ segir Kristín J. Rögnvaldsdóttir í sínum nýjasta pistli. Kristín er ein af þeim sem taka þátt í heilsuferðalagi Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar. 

„En nú er líka allt léttara, það er gaman að hreyfa sig og mæta í ræktina, að borða hollan mat er svo yndislegt því mér líður svo miklu betur af því. Ég var einmitt að spá í þetta um helgina, hvað hefur breyst hjá mér á þessum vikum sem ég hef hreyft mig reglulega og borðað hollan mat. Jú ég sef betur og er orkumeiri yfir daginn, það er undartekning ef ég fæ hausverk sem ég var nánast með á hverjum degi. Lífið er bara léttara á allan hátt. Ég er að komast á þann stað að ég fer að hætta að hugsa um vigtina, hún verður bráðum aukaatriði og líðan mín og heilsa verður númer eitt. Það að ná því er mjög stórt fyrir mig. Heilsusamlegt líf er sjálfsagður hlutur og við eigum öll að hlúa að heilsunni, burtséð frá því hve mörg kíló við erum. Heilsuferðalagið hefur haft góð áhrif á mig og ég er full tilhlökkunar fyrir síðasta hluta þess. Ég ætla mér að ná takmarki mínu, sem er að gera heilsusamlegt líferni að lífsstíl.“

Kristín J. Rögnvaldsdóttir.
Kristín J. Rögnvaldsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is