Icesave-málið lifir enn

Icesave | 19. maí 2015

Icesave-málið lifir enn

Icesave-málið lifir enn og EFTA-dómstóllinn á eftir að svara þremur spurningum Seðlabanka Hollands (DNB) og breska innistæðusjóðsins (FSCS) áður en málið fer aftur heim í hérað til úrlausnar.

Icesave-málið lifir enn

Icesave | 19. maí 2015

Tær snilld Þjóðin ber ekki mikinn kærleik í hjarta til …
Tær snilld Þjóðin ber ekki mikinn kærleik í hjarta til hins dýrkeypta Icesave sem þáverandi bankastjóri Landsbankans kallaði eitt sinn tæra snilld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Icesave-málið lifir enn og EFTA-dómstóllinn á eftir að svara þremur spurningum Seðlabanka Hollands (DNB) og breska innistæðusjóðsins (FSCS) áður en málið fer aftur heim í hérað til úrlausnar.

Icesave-málið lifir enn og EFTA-dómstóllinn á eftir að svara þremur spurningum Seðlabanka Hollands (DNB) og breska innistæðusjóðsins (FSCS) áður en málið fer aftur heim í hérað til úrlausnar.

Líkt og flestum er kunnugt kvað EFTA-dóm­stóll­inn upp þann úr­sk­urð í byrj­un árs 2013, í svo­nefndu Ices­a­ve-máli, að ís­lenska ríkið bæri ekki ábyrgð á skuld­bind­ing­um Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta (TIF).

Í kjöl­far þess ákváðu DNB og FSCS að beina kröf­um sín­um að ís­lenska inni­stæðutrygg­inga­sjóðnum. Dóms­málið fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur snýst um þá kröfu. Gerð er krafa um greiðslu vaxta af hlut­deild TIF í greidd­um inn­stæðutrygg­ing­um auk kostnaðar stefn­enda af út­greiðslu til breskra og hol­lenskra inn­stæðueig­enda vegna Ices­a­ve-reikn­ing­anna.

Tim Ward rekur málið fyrir Ísland

Guðrún Þorleifsdóttir, stjórnarformaður TIF, segir að málið verði líklega ekki tekið fyrir hjá EFTA-dómstólnum fyrr en að loknu sumarleyfi. Þá segir hún að TIF og þeirra lögmannsteymi séu á fullu í undirbúningi, en líkt og áður mun lögmaðurinn Tim Ward gæta hagsmuna Íslands.

Stefnufjárhæðin er há en líkt og fram kom í fréttatilkynningu TIF í fyrra nam höfuðstóllinn fyrir utan vexti og kostnað tæplega 556 milljörðum íslenskra króna. Þar af hljóðar krafa Breta upp á 452,1 milljarð króna og krafa Hollendinga er upp á 103,6 milljarða króna. Ýtrustu kröfur má hins vegar meta á um 1000 milljarða með vöxtum og kostnaði. 

Guðrún segir að vaxtakrafan hafi ekki verið reiknuð aftur upp en ljóst er að hún hefur hækkað frá því að tilkynningin var gefin út.

Höfum góðar varnir

Þá segir hún að með tilliti til stefnufjárhæðar taki sjóðurinn málinu alvarlega en telur Íslendinga hins vegar hafa ýmsar varnir í málinu; bæði hvað varðar íslensk lög og Evróputilskipanir.

Í stefnufjárhæðinni er innifalinn höfuðstóll Icesave-kröfunnar. Guðrún bendir á að hann muni nánast örugglega fást að fullu greiddur úr þrotabúi Landsbankans. Eftir standi því kröfur um vexti og kostnað kostnað sem hlaupa á hundruðum milljarða.

EFTA-dómstóllinn mun að líkum svara spurningunum í haust áður en …
EFTA-dómstóllinn mun að líkum svara spurningunum í haust áður en málið fer aftur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. mbl.is/Ernir Eyjólfsson
mbl.is