Nýliðarnir hjá Toro Rosso, Max Verstappenog Carlos Sainz, stálu senunni á æfingunum í Mónakó í gær, en þar fer næsti kappakstur í formúlu-1 fram, eða á sunnudag.
Nýliðarnir hjá Toro Rosso, Max Verstappenog Carlos Sainz, stálu senunni á æfingunum í Mónakó í gær, en þar fer næsti kappakstur í formúlu-1 fram, eða á sunnudag.
Nýliðarnir hjá Toro Rosso, Max Verstappenog Carlos Sainz, stálu senunni á æfingunum í Mónakó í gær, en þar fer næsti kappakstur í formúlu-1 fram, eða á sunnudag.
Að æfingunum loknum ljóstraði Verstappen því upp, að hann hefði strax fundið sig á þröngum götum smáríkisins. Setti hann næst besta tímann á fyrri æfingunni og var aðeins 0,149 sekúndum lengur í förum en Lewis Hamilton hjá Mercedes, sem hraðast fór.
Á seinni æfingunni setti belgísk-hollenski táningurinn strax sjöunda besta tímann en rigning lengstan part æfingarinnar kom í veg fyrir betri árangur. Varð hann rétt á eftir liðsfélaganum sínum Sainz, en sá hafði sett fimmta besta tímann á fyrri æfingunni.„Þetta var góður dagur hjá okkur,“ segir Verstappen. „Ég byggði þetta smátt og smátt upp á fyrri æfingunni, aðstæður allar voru nýjar fyrir mér. En mér leið strax vel í bílnum og fann mig vel. Það var mjög uppörvandi að verða í öðru sæti!Slæmt var síðdegis að hann skyldi rigna því við gátum ekki ekið eins og við vildum. En sjöunda sætið þá er ekki svo slæmt. Ég get verið ánægður með fyrsta daginn sem ég ek í Mónakó.“
Sainz var sömuleiðis sáttur við daginn, í fimmta og síðar sjötta sæti á lista yfir hröðustu hringi æfinganna tveggja. „Það er mjög sérstakt að aka formúlu-1 bíl í fyrsta sinn í Mónakó, eitthvað sem mig hafði dreymt um í mörg ár. Bíllinn virkaði vel og ég er bjartsýnn á framhaldið,“ sagði hann.