Sainz refsað þungt

Formúla-1/Toro Rosso | 23. maí 2015

Sainz refsað þungt

Carlos Sainz hjá Toro Rosso hefur verið refsað þungt fyrir að koma ekki með bíl sinn til vigtunar meðan á tímatökunum í Mónakó stóð.

Sainz refsað þungt

Formúla-1/Toro Rosso | 23. maí 2015

Carlos Sainz að koma inn á spilavítistorgið, eftir brekkuna löngu, …
Carlos Sainz að koma inn á spilavítistorgið, eftir brekkuna löngu, í Mónakó í dag. mbl.is/afp

Carlos Sainz hjá Toro Rosso hefur verið refsað þungt fyrir að koma ekki með bíl sinn til vigtunar meðan á tímatökunum í Mónakó stóð.

Carlos Sainz hjá Toro Rosso hefur verið refsað þungt fyrir að koma ekki með bíl sinn til vigtunar meðan á tímatökunum í Mónakó stóð.

Sinnti Sainz ekki boðunarmerkjum í fyrstu lotu tímatökunnar og ók heldur að bílskúr sínum þar sem átt var við bílinn.

Sainz komst í lokalotuna og endaði í áttunda sæti, en vegna brotsins hefur honum verið gert að hefja keppni á morgun úr bílskúrareininni. Með öðrum orðum verður hann síðastur af stað og fellur því í raun úr áttunda sæti í það tuttugasta.

Vegna þessa færist Pastor Maldonado hjá Lotus upp í áttunda sætið og Max Verstappen hjá Toro Rosso upp í það níunda og loks Jenson Button hjá McLaren upp í það tíunda.

Carlos Sainz hjá Toro Rosso.
Carlos Sainz hjá Toro Rosso. mbl.is/afp
mbl.is