Verstappen refsað

Formúla-1/Toro Rosso | 24. maí 2015

Verstappen refsað

Max Verstappen hefur verið refsað fyrir ákeyrsluna á Romain Grosjean í Mónakókappakstrinum. Færist hann aftur um fimm sæti á rásmarkinu í kanadíska kappakstrinum eftir tímatökuna í Monreal.

Nýliðinn hjá Toro Rosso ók aftan á Lotusbíl Grosjean og flaug á öryggisvegg í Sainte Devote beygjunni þegar 15 hringir af 78 voru eftir af kappakstrinum.

Verstappen refsað

Formúla-1/Toro Rosso | 24. maí 2015

Max Verstappen á ferð í Mónakó.
Max Verstappen á ferð í Mónakó. mbl.is/afp

Max Verstappen hefur verið refsað fyrir ákeyrsluna á Romain Grosjean í Mónakókappakstrinum. Færist hann aftur um fimm sæti á rásmarkinu í kanadíska kappakstrinum eftir tímatökuna í Monreal.

Nýliðinn hjá Toro Rosso ók aftan á Lotusbíl Grosjean og flaug á öryggisvegg í Sainte Devote beygjunni þegar 15 hringir af 78 voru eftir af kappakstrinum.

Max Verstappen hefur verið refsað fyrir ákeyrsluna á Romain Grosjean í Mónakókappakstrinum. Færist hann aftur um fimm sæti á rásmarkinu í kanadíska kappakstrinum eftir tímatökuna í Monreal.

Nýliðinn hjá Toro Rosso ók aftan á Lotusbíl Grosjean og flaug á öryggisvegg í Sainte Devote beygjunni þegar 15 hringir af 78 voru eftir af kappakstrinum.

Eftir að hafa rannsakað atvikið og farið yfir vélfræðilega gögn úr bílunum var það niðurstaða dómara kappakstursins að Verstappen hafi verið hinn sökótti. Auk þess að færast aftur eftir rásmarkinu var hann einnig sviptur tveimur skírteinispunktum.

Eins og svo algengt er var það fyrsta sem Verstappen sagði er hann kom á bílskúrasvæðið eftir atvikið, að það hefði verið hinum að kenna en ekki honum. Það var áður en dómararnir kváðu upp sinn úrskurð.


 

Max Verstappen á ferð í Mónakó.
Max Verstappen á ferð í Mónakó. mbl.is/afp
mbl.is