„Við náttúrlega vonum að þetta sé bara tímabundið. En við höfum hugann við þetta og fylgjumst vel með fjöldanum sem kemur inn. Í maí hefur þetta verið sérlega mikið og það hefur þurft að vísa frá. En það er ekki gert fyrr en allt er orðið fullt og rúmlega það.“
„Við náttúrlega vonum að þetta sé bara tímabundið. En við höfum hugann við þetta og fylgjumst vel með fjöldanum sem kemur inn. Í maí hefur þetta verið sérlega mikið og það hefur þurft að vísa frá. En það er ekki gert fyrr en allt er orðið fullt og rúmlega það.“
„Við náttúrlega vonum að þetta sé bara tímabundið. En við höfum hugann við þetta og fylgjumst vel með fjöldanum sem kemur inn. Í maí hefur þetta verið sérlega mikið og það hefur þurft að vísa frá. En það er ekki gert fyrr en allt er orðið fullt og rúmlega það.“
Þetta segir Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdarstjóri þjónustumiðstöðvar miðborgar og Hlíða, aðspurð um þá miklu aðsókn sem hefur verið í gistiskýlið við Lindargötu í mánuðinum. Reykjavíkurborg tekur við rekstri gistiskýlisins um mánaðamótin af Samhjálp og segir Sigþrúður að borgin verði með mjög sambærilega þjónustu og hefur verið í skýlinu. Boðið er upp á sama gestafjölda og opið á sama tíma og áður.
Eins og fram hefur komið á mbl.is síðustu daga og vikur hefur þurft að vísa útigangsmönnum frá vegna mikillar aðsóknar í skýlið. Gistiskýlið við Lindargötu hýsir heimilislausa reykvíska karlmenn. Gistiskýlið var áður til húsa í Farsóttarhúsinu við Þingholtsstræti en opnað á Lindargötu í október. Skýlið er með svefnpláss fyrir 20 manns. Þar að auki er hægt að bæta við dýnum fyrir níu. Að sögn Sigþrúðar hefur þurft að vísa frá einum til þremur mörg kvöld í maí og er því ljóst að oft sækja rúmlega þrjátíu karlar í skýlið.
Hún segir að í maímánuði hafi aðsóknin verið sérstaklega mikil og ekki hafi þurft að vísa frá skýlinu fyrr en í þessum mánuði.
Aðspurð hvort reynt verði að bæta við plássum í skýlinu segir Sigþrúður að það sé í skoðun.
„Við erum í samtali innan velferðarsviðs og við velferðarráð. Ef það verður áframhald á þessari fjölgun verður líklega tekin ákvörðun um breytingar.“
Fyrri frétt mbl.is: